Fjögurra strokka Posche Boxter og Cayman verða 240-370 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 31. júlí 2015 15:31 Porsche Boxster GTS. Með nýrri 981.2 seríu Porsche Boxter og Cayman fá bílarnir báðir fjögurra strokka vélar en þeir hafa hingað til verið með 6 strokka vélar. Því fylgja engar slæmar fréttir, nema síður sé því vélarnar verða öflugar og allt að 370 hestöfl enda með forþjöppur. Cayman GT4 verður þó áfram með 6 strokka vél. Aflminnst vélin sem boði verður er 240 hestöfl en S-útgáfa bílanna verður með 300 hestafla vél og GTS útgáfan með 370 hestöfl. Því verða Boxter og Cayman með breiðara bil hvað afl varðar en í núverandi gerðum. Grunngerðir bílsins verða aflminni en núverandi gerðir og S-útgáfa þeirra líka. Núverandi grunngerð þeirra er 265 hestöfl og S-útgáfan 315 hestöfl. Búist er við því að Porsche muni sýna þessa nýju bíla á næstu bílasýningum í Genf eða Detroit. Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent
Með nýrri 981.2 seríu Porsche Boxter og Cayman fá bílarnir báðir fjögurra strokka vélar en þeir hafa hingað til verið með 6 strokka vélar. Því fylgja engar slæmar fréttir, nema síður sé því vélarnar verða öflugar og allt að 370 hestöfl enda með forþjöppur. Cayman GT4 verður þó áfram með 6 strokka vél. Aflminnst vélin sem boði verður er 240 hestöfl en S-útgáfa bílanna verður með 300 hestafla vél og GTS útgáfan með 370 hestöfl. Því verða Boxter og Cayman með breiðara bil hvað afl varðar en í núverandi gerðum. Grunngerðir bílsins verða aflminni en núverandi gerðir og S-útgáfa þeirra líka. Núverandi grunngerð þeirra er 265 hestöfl og S-útgáfan 315 hestöfl. Búist er við því að Porsche muni sýna þessa nýju bíla á næstu bílasýningum í Genf eða Detroit.
Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent