Nissan framúr Toyota í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 21. júlí 2015 10:59 Nissan Qashqai. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefur Nissan selt fleiri bíla í Evrópu en Toyota og er með því stærsti japanski framleiðandinn sem selur bíla í álfunni. Toyota hefur verið söluhæsta japanska bílamerkið í Evrópu frá árinu 1998, en þá tók Toyota þann titil einmitt af Nissan. Nissan hefur aukið sölu sína í Evrópu í ár um 21% og selt 303.507 bíla á þessum fyrstu 6 mánuðum. Er markaðshlutdeild Nissan nú komin í 4,1% í Evrópu, en var 3,7% á fyrstu 6 mánuðunum í fyrra. Sala Toyota bíla jókst á sama tíma um 4,2% og seldi Toyota 293.968 bíla, svo ekki munar miklu á merkjunum, eða rétt um 10.000 bílum. Ein stærsta ástæðan fyrir minni vexti Toyota en Nissan er síminnkandi sala Toyota bíla á stærsta bílamarkaði Evrópu, í Þýskalandi, og of gamlar bílgerðir fyrirtækisins. Í Þýskalandi jókst sala Nissan bíla um 10% en minnkaði hjá Toyota um 7% og hefur Toyota lokað einum 100 söluumboðum í Þýskalandi vegna hinnar dvínandi sölu þar. Góð sala Nissan í Evrópu er ekki síst að þakka gríðarlega góðri sölu annarrar kynslóðar Nissan Qashqai jepplingsins og nemur hún nærri 41% sölu allra Nissan bíla í Evrópu. Volkswagen er áfram langstærsti bílasali í Evrópu, með um 12.1% af heildarsölunni. Volkswagen seldi 901.452 bíla á fyrstu 6 mánuðum ársins og jók söluna um 9% frá fyrra ári. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent
Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefur Nissan selt fleiri bíla í Evrópu en Toyota og er með því stærsti japanski framleiðandinn sem selur bíla í álfunni. Toyota hefur verið söluhæsta japanska bílamerkið í Evrópu frá árinu 1998, en þá tók Toyota þann titil einmitt af Nissan. Nissan hefur aukið sölu sína í Evrópu í ár um 21% og selt 303.507 bíla á þessum fyrstu 6 mánuðum. Er markaðshlutdeild Nissan nú komin í 4,1% í Evrópu, en var 3,7% á fyrstu 6 mánuðunum í fyrra. Sala Toyota bíla jókst á sama tíma um 4,2% og seldi Toyota 293.968 bíla, svo ekki munar miklu á merkjunum, eða rétt um 10.000 bílum. Ein stærsta ástæðan fyrir minni vexti Toyota en Nissan er síminnkandi sala Toyota bíla á stærsta bílamarkaði Evrópu, í Þýskalandi, og of gamlar bílgerðir fyrirtækisins. Í Þýskalandi jókst sala Nissan bíla um 10% en minnkaði hjá Toyota um 7% og hefur Toyota lokað einum 100 söluumboðum í Þýskalandi vegna hinnar dvínandi sölu þar. Góð sala Nissan í Evrópu er ekki síst að þakka gríðarlega góðri sölu annarrar kynslóðar Nissan Qashqai jepplingsins og nemur hún nærri 41% sölu allra Nissan bíla í Evrópu. Volkswagen er áfram langstærsti bílasali í Evrópu, með um 12.1% af heildarsölunni. Volkswagen seldi 901.452 bíla á fyrstu 6 mánuðum ársins og jók söluna um 9% frá fyrra ári.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent