Næsti Prius PHEV með 55 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 23. júlí 2015 09:56 Toyota Prius PHEV Toyota mun kynna næstu kynslóð Prius PHEV bíls síns í lok þessa árs og heyrst hefur að drægni hans eingöngu á rafmagni muni þrefaldast milli kynslóða. Núverandi Prius Plug-In-Hybrid kemst ekki nema um 18 km en sá nýi á að vera fær um að fara fyrstu 55 kílómetrana á rafmagni. Með þessu slær Prius út bíla eins og Ford C-Max Energie og PHEV bíla Hyundai og Kia í drægni á rafmagninu einu, en þó ekki Chevrolet Volt sem kemst sínu lengra. Sala á Toyota Prius PHEV á fyrri helmingi ársins er aðeins þriðjungur af sölunni í fyrra í Bandaríkjunum, en Toyota hefur aðeins selt 2.890 bíla, en seldi 9.300 slíka bíla í fyrra. Vonandi á mikil drægni nýs Prius PHEV eftir að breyta því á næsta ári. Sala tvíorkubíla í bandaríkjunum hefur verið mjög dræm síðan bensínverð lækkaði mikið á síðasta ári og að auki virðast Bandaríkjamenn ekki mjög ginkeyptir til kaupa á umhverfismildum bílum, með þeirri undantekningu þó að íbúar Kaliforníufylkis eru ekki sama sinnis. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent
Toyota mun kynna næstu kynslóð Prius PHEV bíls síns í lok þessa árs og heyrst hefur að drægni hans eingöngu á rafmagni muni þrefaldast milli kynslóða. Núverandi Prius Plug-In-Hybrid kemst ekki nema um 18 km en sá nýi á að vera fær um að fara fyrstu 55 kílómetrana á rafmagni. Með þessu slær Prius út bíla eins og Ford C-Max Energie og PHEV bíla Hyundai og Kia í drægni á rafmagninu einu, en þó ekki Chevrolet Volt sem kemst sínu lengra. Sala á Toyota Prius PHEV á fyrri helmingi ársins er aðeins þriðjungur af sölunni í fyrra í Bandaríkjunum, en Toyota hefur aðeins selt 2.890 bíla, en seldi 9.300 slíka bíla í fyrra. Vonandi á mikil drægni nýs Prius PHEV eftir að breyta því á næsta ári. Sala tvíorkubíla í bandaríkjunum hefur verið mjög dræm síðan bensínverð lækkaði mikið á síðasta ári og að auki virðast Bandaríkjamenn ekki mjög ginkeyptir til kaupa á umhverfismildum bílum, með þeirri undantekningu þó að íbúar Kaliforníufylkis eru ekki sama sinnis.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent