Orri Sigurjónsson reyndist hetja Þórsara í hádramatískum leik gegn Fram í fyrstu deild karla í knattspyrnu, en fimm mörk litu dagsins ljós í leiknum.
Jóhann Helgi Hannesson kom Þórsurum í 2-0 með tveimur mörkum í fyrri hálfleik, en annað þeirra var af vítapunktinum.
Sigurður Gísli Snorrason minnkaði muninn fyrir Fram með marki í sínum fyrsta leik fyrir félagið á 61. mínútu og annar nýliði, Atli Fannar Jónsson, jafnaði metin á 78. mínútu.
Sigurmarkið kom svo í uppbótartíma, en það skoraði Orri Sigurjónsson með skalla eftir hornspyrnu.
Þór skýst upp í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum, en þeir eru með 24 stig, jafnmörg og Fjarðabyggð sem er í öðru sætinu. Fram er í tíunda sætinu með tólf stig.
Dramatískur sigur Þórsara

Mest lesið



Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn





Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn

Barcelona Spánarmeistari
Fótbolti

Fleiri fréttir

Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó

Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
