Viktor Lundberg kom Randers yfir á 34. mínútu og Viktor var aftur á ferðinni tíu mínútum síðar og tvöfaldaði forystu Randers.
Staðan var 2-0 í hálfleik, en Viktor fullkomnaði þrennuna á 57. mínútu. Staðan orðin 3-0 fyrir Randers og þannig urðu lokatölur.
Adam Örn Arnarsson og Guðmundur Þórarinsson voru báðir í byrjunarliði Nordsjælland. Adam lék allan leikinn, en Guðmundur var tekinn útaf á 58. mínútu. Rúnar Alex Rúnarsson sat á bekknum, en Ólafur Kristjánsson þjálfar eins og kunnugt er Nordsjælland.
Nordsjælland er með núll stig eftir leikina tvo sem búnir eru, en þeir töpuðu 2-0 fyrir SönderjyskE í fyrsta leiknum.
#RFCFCN : Slutfløjt i Randers. Tillykke med sejren til @Randers_FC .
— FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) July 26, 2015