Arnar um Glenn: Duttum í lukkupottinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2015 12:28 Glenn lék seinni hálfleikinn í leik Stjörnunnar og ÍBV í gær. vísir/valli Eins og fram kom á Vísi í gærkvöldi mun Jonathan Glenn, landsliðsmaður Trinidad og Tóbagó, leika með Breiðabliki út tímabilið á láni frá ÍBV. Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, er að vonum ánægður með liðsstyrkinn. „Já, það gefur auga leið. Við höfum verið að leitast við að styrkja okkur fram á við og ég held að við höfum dottið í lukkupottinn þegar þetta kom upp,“ sagði Arnar í samtali við Vísi í dag. Hann segir að þessi félagaskipti hafi ekki átt sér langan aðdraganda. „Nei, ég hélt að þetta væri ekkert inni í myndinni en svo kom þetta allt í einu datt þetta inn á borð hjá okkur. Þetta gerðist mjög hratt og kláraðist svo eftir leikinn í gær,“ sagði Arnar en Glenn lék seinni hálfleikinn þegar ÍBV tapaði 3-0 fyrir Íslandsmeisturum Stjörnunnar í gær.Sjá einnig: Formaður knattspyrnudeildar ÍBV: sameiginleg ákvörðun leikmanns og stjórnar „Vonandi nær hann sér á strik og verður góð viðbót við okkar hóp og hjálpar þeim sem hafa átt í erfiðleikum með að skora í sumar,“ bætti Arnar við en hvað heillar hann við Glenn? „Hann er öskufljótur, áræðinn og það er kraftur í honum. Hann er líkamlega sterkur, getur haldið mönnum frá sér og er mjög beinskeyttur. Svo er hann með mjög gott „markarecord“,“ sagði Arnar en Glenn hefur skorað 21 mark í 34 leikjum í deild og bikar á Íslandi. Arnar segir að Glenn verði í leikmannahóp Breiðabliks þegar liðið sækir KR heim í kvöld og hann vonast til að hann geti spilað 15-30 mínútur í leiknum. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku fengu Blikar tvo unga leikmenn á reynslu til sín á dögunum; Norðmanninn Tor André Skimmeland og Danann Johannes Ritter. Arnar segir að Ritter sé farinn til síns heima en Skimmeland sé enn að æfa með Breiðabliki og hugsanlegt sé að félagið muni semja við hann. Það hafi ekkert breyst þrátt fyrir komu Glenns. „Nei, í sjálfu sér ekki. Glenn er náttúrulega framherji en hinir eru meiri kantmenn eða framliggjandi miðjumenn. Við vorum alltaf að hugsa um að fá einn framherja og kannski einn sem getur leyst kantstöðurnar eða fremst á miðju,“ sagði Arnar að lokum. Leikur KR og Breiðabliks hefst klukkan 20:00. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, auk þess sem hægt verður að fylgjast með honum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Breiðablik fær Dana og Norðmann á reynslu Ólafur Kristjánsson sendir sínu gamla félagi ungan kantmann þar sem Blikar leitast eftir því að styrkja hópinn. 23. júlí 2015 14:40 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - ÍBV 3-0 | Fyrsti heimasigur Stjörnunnar | Sjáðu mörkin Stjarnan vann fínan heimasigur á ÍBV, 3-0, í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. 26. júlí 2015 00:01 Óskar: Sameiginleg ákvörðun stjórnar og leikmanns Jonathan Glenn sá ekki fram á að fá margar mínútur það sem eftir lifir sumars og óskaði því eftir að komast frá félaginu að sögn formanns knattspyrnudeildar ÍBV. 27. júlí 2015 10:00 Blikar leigja Glenn af ÍBV Knattspyrnudeild Breiðabliks og ÍBV hafa náð samkomulagi um leigu á framherjanum Jonathan Ricardo Glenn út þetta keppnistímabil. 26. júlí 2015 23:23 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi í gærkvöldi mun Jonathan Glenn, landsliðsmaður Trinidad og Tóbagó, leika með Breiðabliki út tímabilið á láni frá ÍBV. Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, er að vonum ánægður með liðsstyrkinn. „Já, það gefur auga leið. Við höfum verið að leitast við að styrkja okkur fram á við og ég held að við höfum dottið í lukkupottinn þegar þetta kom upp,“ sagði Arnar í samtali við Vísi í dag. Hann segir að þessi félagaskipti hafi ekki átt sér langan aðdraganda. „Nei, ég hélt að þetta væri ekkert inni í myndinni en svo kom þetta allt í einu datt þetta inn á borð hjá okkur. Þetta gerðist mjög hratt og kláraðist svo eftir leikinn í gær,“ sagði Arnar en Glenn lék seinni hálfleikinn þegar ÍBV tapaði 3-0 fyrir Íslandsmeisturum Stjörnunnar í gær.Sjá einnig: Formaður knattspyrnudeildar ÍBV: sameiginleg ákvörðun leikmanns og stjórnar „Vonandi nær hann sér á strik og verður góð viðbót við okkar hóp og hjálpar þeim sem hafa átt í erfiðleikum með að skora í sumar,“ bætti Arnar við en hvað heillar hann við Glenn? „Hann er öskufljótur, áræðinn og það er kraftur í honum. Hann er líkamlega sterkur, getur haldið mönnum frá sér og er mjög beinskeyttur. Svo er hann með mjög gott „markarecord“,“ sagði Arnar en Glenn hefur skorað 21 mark í 34 leikjum í deild og bikar á Íslandi. Arnar segir að Glenn verði í leikmannahóp Breiðabliks þegar liðið sækir KR heim í kvöld og hann vonast til að hann geti spilað 15-30 mínútur í leiknum. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku fengu Blikar tvo unga leikmenn á reynslu til sín á dögunum; Norðmanninn Tor André Skimmeland og Danann Johannes Ritter. Arnar segir að Ritter sé farinn til síns heima en Skimmeland sé enn að æfa með Breiðabliki og hugsanlegt sé að félagið muni semja við hann. Það hafi ekkert breyst þrátt fyrir komu Glenns. „Nei, í sjálfu sér ekki. Glenn er náttúrulega framherji en hinir eru meiri kantmenn eða framliggjandi miðjumenn. Við vorum alltaf að hugsa um að fá einn framherja og kannski einn sem getur leyst kantstöðurnar eða fremst á miðju,“ sagði Arnar að lokum. Leikur KR og Breiðabliks hefst klukkan 20:00. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, auk þess sem hægt verður að fylgjast með honum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Breiðablik fær Dana og Norðmann á reynslu Ólafur Kristjánsson sendir sínu gamla félagi ungan kantmann þar sem Blikar leitast eftir því að styrkja hópinn. 23. júlí 2015 14:40 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - ÍBV 3-0 | Fyrsti heimasigur Stjörnunnar | Sjáðu mörkin Stjarnan vann fínan heimasigur á ÍBV, 3-0, í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. 26. júlí 2015 00:01 Óskar: Sameiginleg ákvörðun stjórnar og leikmanns Jonathan Glenn sá ekki fram á að fá margar mínútur það sem eftir lifir sumars og óskaði því eftir að komast frá félaginu að sögn formanns knattspyrnudeildar ÍBV. 27. júlí 2015 10:00 Blikar leigja Glenn af ÍBV Knattspyrnudeild Breiðabliks og ÍBV hafa náð samkomulagi um leigu á framherjanum Jonathan Ricardo Glenn út þetta keppnistímabil. 26. júlí 2015 23:23 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
Breiðablik fær Dana og Norðmann á reynslu Ólafur Kristjánsson sendir sínu gamla félagi ungan kantmann þar sem Blikar leitast eftir því að styrkja hópinn. 23. júlí 2015 14:40
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - ÍBV 3-0 | Fyrsti heimasigur Stjörnunnar | Sjáðu mörkin Stjarnan vann fínan heimasigur á ÍBV, 3-0, í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. 26. júlí 2015 00:01
Óskar: Sameiginleg ákvörðun stjórnar og leikmanns Jonathan Glenn sá ekki fram á að fá margar mínútur það sem eftir lifir sumars og óskaði því eftir að komast frá félaginu að sögn formanns knattspyrnudeildar ÍBV. 27. júlí 2015 10:00
Blikar leigja Glenn af ÍBV Knattspyrnudeild Breiðabliks og ÍBV hafa náð samkomulagi um leigu á framherjanum Jonathan Ricardo Glenn út þetta keppnistímabil. 26. júlí 2015 23:23