Góð veiði og góðar göngur í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 27. júlí 2015 13:53 Bjargstrengur í Langá Langá á Mýrum hefur verið að gefa fína veiði síðustu daga og ennþá eru miklar göngur í ánna. Áin sem átti sitt lélegasta ár í fyrra er á góðri siglingu og var þegar kíkt var í veiðibækurnar í morgun að detta í 1200 laxa. Teljarinn við Skugga stóð í 3098 löxum fyrir tveimur dögum og að jafnaði hafa verið að ganga um það bil 200 laxar á dag. Það kom þó gríðarlega stór ganga inn í Langá í morgun og voru neðstu veiðistaðirnir bókstaflega fullir af laxi. Þetta er í takt við aðrar ár á vesturlandi þar sem göngur hafa verið heldur síðbúnar en það er bara gott fyrir þá sem eiga daga framundan í ánum. Langá hefur eftir miðjan júlí verið í sína besta vatni og veiðin hefur verið góð í hverju holli en þriggja daga hollin hafa verið að ná 150-180 löxum í oft erfiðum skilyrðum en mikið rok var síðustu daga við ánna. Það hefur nú lægt verulega og þrátt fyrir sólskin og blíðu í dag voru teknir á þriðja tug laxa á morgunvaktinni hjá veiðimönnum sem veiða ánna núna. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig áframhaldið verður en þeir sem þekkja Langá vel spá því að áin eigi vel inni að ná jafnvel vel yfir 2000 laxa. Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Góður gangur í Langá Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði
Langá á Mýrum hefur verið að gefa fína veiði síðustu daga og ennþá eru miklar göngur í ánna. Áin sem átti sitt lélegasta ár í fyrra er á góðri siglingu og var þegar kíkt var í veiðibækurnar í morgun að detta í 1200 laxa. Teljarinn við Skugga stóð í 3098 löxum fyrir tveimur dögum og að jafnaði hafa verið að ganga um það bil 200 laxar á dag. Það kom þó gríðarlega stór ganga inn í Langá í morgun og voru neðstu veiðistaðirnir bókstaflega fullir af laxi. Þetta er í takt við aðrar ár á vesturlandi þar sem göngur hafa verið heldur síðbúnar en það er bara gott fyrir þá sem eiga daga framundan í ánum. Langá hefur eftir miðjan júlí verið í sína besta vatni og veiðin hefur verið góð í hverju holli en þriggja daga hollin hafa verið að ná 150-180 löxum í oft erfiðum skilyrðum en mikið rok var síðustu daga við ánna. Það hefur nú lægt verulega og þrátt fyrir sólskin og blíðu í dag voru teknir á þriðja tug laxa á morgunvaktinni hjá veiðimönnum sem veiða ánna núna. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig áframhaldið verður en þeir sem þekkja Langá vel spá því að áin eigi vel inni að ná jafnvel vel yfir 2000 laxa.
Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Góður gangur í Langá Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði