Hættulegasta mótorhjólakeppni heims Finnur Thorlacius skrifar 28. júlí 2015 16:06 Á hverju ári í byrjun júní er haldin frægasta og jafnfram hættulegasta mótorhjólakeppni heims á Ermasundseyjunni Isle of Man. Yfir 200 ökumenn hafa dáið í þessari keppni og því kemur það kannski ekki á óvart að um sé að ræða hættulegustu keppni ökumanna á mótorhjólum, en hún hefur verið haldin frá árinu 1907. Keppnin fer fram á venjulegum akvegum eyjarinnar, gegnum bæi og þorp en víða eru langir kaflar þar sem ökumenn geta reynt hjól sín til hins ítrasta, enda ná þeir margir hverjir yfir 300 km hraða á hjólum sínum. Hér að ofan má sjá stiklu úr keppninni í ár og þar má sjá hversu djarft menn tefla og hve hratt er farið. Eins og tala þeirra sem dáið hafa í keppninni bendir til tína stundum margir ökumenn lífinu í þessari hörðu keppni og versta árið í sögu hennar var 1970 er 6 ökumenn dóu en í ár dóu 4 ökumenn. Meðalhraði sigurvegarans í keppninni í ár, John McGuinness á Honda CBR1000RR, var 213,5 km/klst. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent
Á hverju ári í byrjun júní er haldin frægasta og jafnfram hættulegasta mótorhjólakeppni heims á Ermasundseyjunni Isle of Man. Yfir 200 ökumenn hafa dáið í þessari keppni og því kemur það kannski ekki á óvart að um sé að ræða hættulegustu keppni ökumanna á mótorhjólum, en hún hefur verið haldin frá árinu 1907. Keppnin fer fram á venjulegum akvegum eyjarinnar, gegnum bæi og þorp en víða eru langir kaflar þar sem ökumenn geta reynt hjól sín til hins ítrasta, enda ná þeir margir hverjir yfir 300 km hraða á hjólum sínum. Hér að ofan má sjá stiklu úr keppninni í ár og þar má sjá hversu djarft menn tefla og hve hratt er farið. Eins og tala þeirra sem dáið hafa í keppninni bendir til tína stundum margir ökumenn lífinu í þessari hörðu keppni og versta árið í sögu hennar var 1970 er 6 ökumenn dóu en í ár dóu 4 ökumenn. Meðalhraði sigurvegarans í keppninni í ár, John McGuinness á Honda CBR1000RR, var 213,5 km/klst.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent