Lyfti bíl með handafli af hjólreiðastíg Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2015 09:23 Hjólreiðamanni einum á Spáni ofbauð svo aðfarir eins bíleigenda sem hafði lagt bíl sínum á miðjum hjólreiðastíg að hann gerði sér lítið fyrir og fjarlægði bílinn með handafli. Þetta gerði hann í vitna viðurvist og einn vegfarandi náði myndum af atvikinu, sem hér sést. Þetta verk er greinilega ekki fyrir hvern sem er, en hjólreiðamaðurinn er nokkuð mikill vexti og hefur greinilega varið dögunum talsvert í lyftingasölum. Hann tók einfaldlega undir bílinn að aftan og lyfti honum í þremurur áföngum af stígnum við mikla kátínu vegfarenda eins og heyrist svo vel í myndskeiðinu hér að ofan. Vonandi hefur bíleigandinn lært sína lexíu. Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent
Hjólreiðamanni einum á Spáni ofbauð svo aðfarir eins bíleigenda sem hafði lagt bíl sínum á miðjum hjólreiðastíg að hann gerði sér lítið fyrir og fjarlægði bílinn með handafli. Þetta gerði hann í vitna viðurvist og einn vegfarandi náði myndum af atvikinu, sem hér sést. Þetta verk er greinilega ekki fyrir hvern sem er, en hjólreiðamaðurinn er nokkuð mikill vexti og hefur greinilega varið dögunum talsvert í lyftingasölum. Hann tók einfaldlega undir bílinn að aftan og lyfti honum í þremurur áföngum af stígnum við mikla kátínu vegfarenda eins og heyrist svo vel í myndskeiðinu hér að ofan. Vonandi hefur bíleigandinn lært sína lexíu.
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent