Blanda komin yfir 2000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 29. júlí 2015 14:00 Frá svæði 1 í Blöndu. Mynd: www.lax-a.is Veiðin í Blöndu í sumar er búin að vera ótrúlega góð og er áin að stefna í eitt af sínum bestu sumrum. Veiðin fór vel af stað í Blöndu og hefur verið á stöðugri aukningu eins og má gera ráð fyrir en þrátt fyrir að nokkuð sé liðið á þann tíma sem má kalla "prime time" í ánni er hún ekkert að hægja á sér. Það er ennþá mikill lax að ganga í ánna og hefur hún síðustu daga verið vel virk á öllum svæðum og öflugar smálaxagöngur hafa greinilega verið að skila sér því eins árs laxinn er farinn af veiðast mikið á öllum svæðum. Sem fyrr er mesta veiðin á svæði eitt en svæði þrjú og fjögur eru þó líka að koma feykilega sterk inn. Svæði tvö er með minnstu veiðina af þessum fjórum svæðum en þar er það ekki fiskleysi að kenna heldur er svæðið mikil áskorun á þá sem veiða það sökum þess hversu langt það er og hvað laxinn á það til að liggja á ólíkum stöðum eftir því hvort það sé morgun eða kvöldvatn í ánni. Miðað við gang mála er líklegt að áin fari í 2500 eða gott betur því það er mikill fiskur í henni og nokkuð í að hún fari á yfirfall. Mest lesið Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Vika eftir af laxveiðinni Veiði Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Laxá í Kjós fer vel af stað Veiði Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Átta maríulaxar í einu holli Veiði
Veiðin í Blöndu í sumar er búin að vera ótrúlega góð og er áin að stefna í eitt af sínum bestu sumrum. Veiðin fór vel af stað í Blöndu og hefur verið á stöðugri aukningu eins og má gera ráð fyrir en þrátt fyrir að nokkuð sé liðið á þann tíma sem má kalla "prime time" í ánni er hún ekkert að hægja á sér. Það er ennþá mikill lax að ganga í ánna og hefur hún síðustu daga verið vel virk á öllum svæðum og öflugar smálaxagöngur hafa greinilega verið að skila sér því eins árs laxinn er farinn af veiðast mikið á öllum svæðum. Sem fyrr er mesta veiðin á svæði eitt en svæði þrjú og fjögur eru þó líka að koma feykilega sterk inn. Svæði tvö er með minnstu veiðina af þessum fjórum svæðum en þar er það ekki fiskleysi að kenna heldur er svæðið mikil áskorun á þá sem veiða það sökum þess hversu langt það er og hvað laxinn á það til að liggja á ólíkum stöðum eftir því hvort það sé morgun eða kvöldvatn í ánni. Miðað við gang mála er líklegt að áin fari í 2500 eða gott betur því það er mikill fiskur í henni og nokkuð í að hún fari á yfirfall.
Mest lesið Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Vika eftir af laxveiðinni Veiði Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Laxá í Kjós fer vel af stað Veiði Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Átta maríulaxar í einu holli Veiði