Virkjanir og iðjuver á heimsminjaskrá Kristján Már Unnarsson skrifar 10. júlí 2015 16:07 Rjukan-virkjunin í Noregi. Virkjanir og stóriðja, sem byggðust upp í Rjukan og Notodden í Noregi, eru komin á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Mennta-, menningar- og vísindastofnunin UNESCO tilkynnti þetta í vikunni. Í umsögn segir að iðnaðarsvæðið sé staðsett í mögnuðu landslagi fjalla, fossa og árdala og samanstandi af vatnsaflsvirkjunum, háspennulínum, verksmiðjum og iðnaðarbæjum. Norsk Hydro hafi byggt það upp til að framleiða áburð úr köfnunarefni andrúmsloftsins til að mæta vaxandi spurn eftir búvörum í upphafi 20. aldar. Í bæjunum Rjukan og Notodden megi sjá hýbýli starfsmanna og stofnana samfélagsins sem tengd voru með járnbrautum og ferjum til að flytja áburðinn til hafna þar sem honum var skipað út. Segir UNESCO að þetta samspil iðnaðarsvæðis og náttúrulegs landslags standi upp úr sem dæmi um iðnvæðingu í byrjun síðustu aldar. Virkjun Svelgsfoss við Notodden var á sínum tíma sú stærsta í Evrópu og Rjukan-virkjunin var enn stærri og náði því að verða stærsta virkjun heims. Uppbyggingin í Noregi hafði víðtæk áhrif á Íslandi þar sem menn fóru að skoða samskonar tækifæri, fyrst undir forystu Einars Benediktssonar skálds. Teiknaðar voru virkjanir í Þjórsá, bæði við Búrfell og Urriðafoss, og áburðarverksmiðja var fyrirhuguð í Skerjafirði. Hérlendis liðu þó áratugir áður en fyrsta stóriðjan, áburðarverksmiðja, reis í Gufunesi, knúin með afli Sogsvirkjana, og rétt eins og gerðist í Noregi hélt þetta samspil virkjana og stóriðju áfram þegar vatnsaflið var beislað til álframleiðslu. Rjukan er einnig frægt frá árum síðari heimstyrjaldar þegar norskir andspyrnumenn unnu þar spellvirki til að koma í veg fyrir að Þjóðverjar gætu framleitt þungt vatn í því skyni að þróa kjarnorkuvopn. Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Virkjanir og stóriðja, sem byggðust upp í Rjukan og Notodden í Noregi, eru komin á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Mennta-, menningar- og vísindastofnunin UNESCO tilkynnti þetta í vikunni. Í umsögn segir að iðnaðarsvæðið sé staðsett í mögnuðu landslagi fjalla, fossa og árdala og samanstandi af vatnsaflsvirkjunum, háspennulínum, verksmiðjum og iðnaðarbæjum. Norsk Hydro hafi byggt það upp til að framleiða áburð úr köfnunarefni andrúmsloftsins til að mæta vaxandi spurn eftir búvörum í upphafi 20. aldar. Í bæjunum Rjukan og Notodden megi sjá hýbýli starfsmanna og stofnana samfélagsins sem tengd voru með járnbrautum og ferjum til að flytja áburðinn til hafna þar sem honum var skipað út. Segir UNESCO að þetta samspil iðnaðarsvæðis og náttúrulegs landslags standi upp úr sem dæmi um iðnvæðingu í byrjun síðustu aldar. Virkjun Svelgsfoss við Notodden var á sínum tíma sú stærsta í Evrópu og Rjukan-virkjunin var enn stærri og náði því að verða stærsta virkjun heims. Uppbyggingin í Noregi hafði víðtæk áhrif á Íslandi þar sem menn fóru að skoða samskonar tækifæri, fyrst undir forystu Einars Benediktssonar skálds. Teiknaðar voru virkjanir í Þjórsá, bæði við Búrfell og Urriðafoss, og áburðarverksmiðja var fyrirhuguð í Skerjafirði. Hérlendis liðu þó áratugir áður en fyrsta stóriðjan, áburðarverksmiðja, reis í Gufunesi, knúin með afli Sogsvirkjana, og rétt eins og gerðist í Noregi hélt þetta samspil virkjana og stóriðju áfram þegar vatnsaflið var beislað til álframleiðslu. Rjukan er einnig frægt frá árum síðari heimstyrjaldar þegar norskir andspyrnumenn unnu þar spellvirki til að koma í veg fyrir að Þjóðverjar gætu framleitt þungt vatn í því skyni að þróa kjarnorkuvopn.
Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira