Grikkir þurfi að afsala sér fjárhagslegu fullveldi Sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. júlí 2015 21:54 Grikkir þurfa að ganga í svo umfangsmiklar aðgerðir að þeim hefur verið líkt við pyntingaraðgerðir. vísir/epa Evrópskir leiðtogar fara fram á að Grikkir nánast afsali sér fjárhagslegu fullveldi sínu og ráðist í allsherjar niðurskurðaraðgerðir, gjörbreyti skatt- og lífeyriskerfi landsins og einkavæði ríkisfyrirtæki, vilji þeir halda áfram í evrusamstarfinu og forða sér frá gjaldþroti. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í tillögu Evrópusambandsins að samkomulagi við Grikki, eftir fund grískra stjórnvalda með fjármálaráðherrum ríkja ESB í dag. Á fundinum var Grikkjum gefinn þriggja sólarhringa frestur til að ganga að nýjum skilyrðum kröfuhafa til lausnar skuldavanda landsins. Grikkir þurfa að ganga í svo umfangsmiklar aðgerðir að þeim hefur verið líkt við pyntingaraðgerðir. Gríska ríkisstjórnin hefur lagt fram sínar tillögur sem eru að mörgu leyti svipaðar þeim og Grikkir höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir viku síðan. Talið er að fjögur lönd standi helst gegn því að tillögurnar verði samþykktar; Þýskaland, Slóvakía, Belgía og Finnland. Þýska blaðið Der Spiegel hvatti í dag Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til þess að koma í veg fyrir útgöngu Grikkja úr myndsamstarfinu. Mikilvægasta stund hennar í starfi kanslara sé runnin upp, en hún snúist um framtíð Evrópusambandsins. Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Evrópskir leiðtogar fara fram á að Grikkir nánast afsali sér fjárhagslegu fullveldi sínu og ráðist í allsherjar niðurskurðaraðgerðir, gjörbreyti skatt- og lífeyriskerfi landsins og einkavæði ríkisfyrirtæki, vilji þeir halda áfram í evrusamstarfinu og forða sér frá gjaldþroti. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í tillögu Evrópusambandsins að samkomulagi við Grikki, eftir fund grískra stjórnvalda með fjármálaráðherrum ríkja ESB í dag. Á fundinum var Grikkjum gefinn þriggja sólarhringa frestur til að ganga að nýjum skilyrðum kröfuhafa til lausnar skuldavanda landsins. Grikkir þurfa að ganga í svo umfangsmiklar aðgerðir að þeim hefur verið líkt við pyntingaraðgerðir. Gríska ríkisstjórnin hefur lagt fram sínar tillögur sem eru að mörgu leyti svipaðar þeim og Grikkir höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir viku síðan. Talið er að fjögur lönd standi helst gegn því að tillögurnar verði samþykktar; Þýskaland, Slóvakía, Belgía og Finnland. Þýska blaðið Der Spiegel hvatti í dag Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til þess að koma í veg fyrir útgöngu Grikkja úr myndsamstarfinu. Mikilvægasta stund hennar í starfi kanslara sé runnin upp, en hún snúist um framtíð Evrópusambandsins.
Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira