Aðgerðirnar niðurlægjandi fyrir Grikki Aðalsteinn Kjartansson skrifar 13. júlí 2015 12:00 Samkomulag náðist snemma í morgun um aðgerðir sem Grikkland mun ráðast til að fá frekari neyðaraðstoð. Hagfræðingur segir vanda Grikkja þó ekki leystan með þessum aðgerðum. Grísk stjórnvöld náðu samkomulagi við lánadrottna sína í morgun eftir maraþonfund í gær og nótt. Samkomulagið felur í sér að grísk stjórnvöld fái nýtt 86 milljarða evra lán í skiptum fyrir skuldbindingar um miklar aðhalds- og niðurskurðaraðgerðir. Meðal aðgerða sem ráðist verður í er einföldun á virðiskaukaskattskerfinu, breytingar á lífeyriskerfi landsins með það að markmiði að gera það sjálfbært og breytingar á rekstrarumhverfi verslana samkvæmt viðmiðum sem OECD hefur sett. Jón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Economics, segir samkomulagið niðurlægjandi fyrir grísku þjóðina. Hann segir vandann heldur ekki hverfa með þessum aðgerðum. „Þetta virðist vera það illskásta sem er í stöðunni núna. Þetta er tiltölulega niðurlægjandi fyrir Grikki og það má búast við að það verði töluverð andstaða hjá þeim gegn þessum tillögum en þetta mun leyfa þeim að vera áfram á Evrusvæðinu,“ segir hann. „Kannski aðal vandamálið er bæði það að Grikkjum þykir þetta niðurlægjandi og hins vegar líka að þetta leysir vandamálið til skamms tíma. Það má alveg búast við því að vandamálið komi aftur á borðið eftir kannski tvo til þrjú ár.“ Jón segir að búast megi við mikilli andstöðu við aðgerðunum í Grikklandi. „Vandamálið er það að Evrópuþjóðirnar hafa misst allt traust á getu grískra stjórnvalda til að gera það sem nauðsynlegt er fyrir hagkerfið. Vegna skorts á þessu trausti þá eru kröfurnar á Grikki mjög harðar og verður mjög hart fylgt á eftir þeim,“ segir hann. „Á móti kemur að þegar þú segir við land að við treystum þér ekki og þú þarft að fylgja ákveðnum reglum þá er það mjög niðurlægjandi fyrir löndin og má alveg búast við því að viðbrögðin við þessu í Grikklandi verði mjög neikvæð. Þeir kannski segja „við verðum að gera þetta“ en það má alveg búast við mikilli andstöðu gegn þessu þessu þar í landi,“ segir Jón. Grikkland Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Sjá meira
Samkomulag náðist snemma í morgun um aðgerðir sem Grikkland mun ráðast til að fá frekari neyðaraðstoð. Hagfræðingur segir vanda Grikkja þó ekki leystan með þessum aðgerðum. Grísk stjórnvöld náðu samkomulagi við lánadrottna sína í morgun eftir maraþonfund í gær og nótt. Samkomulagið felur í sér að grísk stjórnvöld fái nýtt 86 milljarða evra lán í skiptum fyrir skuldbindingar um miklar aðhalds- og niðurskurðaraðgerðir. Meðal aðgerða sem ráðist verður í er einföldun á virðiskaukaskattskerfinu, breytingar á lífeyriskerfi landsins með það að markmiði að gera það sjálfbært og breytingar á rekstrarumhverfi verslana samkvæmt viðmiðum sem OECD hefur sett. Jón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Economics, segir samkomulagið niðurlægjandi fyrir grísku þjóðina. Hann segir vandann heldur ekki hverfa með þessum aðgerðum. „Þetta virðist vera það illskásta sem er í stöðunni núna. Þetta er tiltölulega niðurlægjandi fyrir Grikki og það má búast við að það verði töluverð andstaða hjá þeim gegn þessum tillögum en þetta mun leyfa þeim að vera áfram á Evrusvæðinu,“ segir hann. „Kannski aðal vandamálið er bæði það að Grikkjum þykir þetta niðurlægjandi og hins vegar líka að þetta leysir vandamálið til skamms tíma. Það má alveg búast við því að vandamálið komi aftur á borðið eftir kannski tvo til þrjú ár.“ Jón segir að búast megi við mikilli andstöðu við aðgerðunum í Grikklandi. „Vandamálið er það að Evrópuþjóðirnar hafa misst allt traust á getu grískra stjórnvalda til að gera það sem nauðsynlegt er fyrir hagkerfið. Vegna skorts á þessu trausti þá eru kröfurnar á Grikki mjög harðar og verður mjög hart fylgt á eftir þeim,“ segir hann. „Á móti kemur að þegar þú segir við land að við treystum þér ekki og þú þarft að fylgja ákveðnum reglum þá er það mjög niðurlægjandi fyrir löndin og má alveg búast við því að viðbrögðin við þessu í Grikklandi verði mjög neikvæð. Þeir kannski segja „við verðum að gera þetta“ en það má alveg búast við mikilli andstöðu gegn þessu þessu þar í landi,“ segir Jón.
Grikkland Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Sjá meira