Kári Árnason lék sinn fyrsta leik með Malmö þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Örebro á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Örebro komst yfir með marki Daniels Nordmark á 54. mínútu en 13 mínútum síðar jafnaði Markus Rosenberg metin og þar við sat.
Kári og félagar eru í 6. sæti deildarinnar en Örebro, sem hefur gert fimm jafntefli í síðustu sex leikjum sínum, er enn í 15. og næstneðsta sæti deildarinnar
Eiður Aron Sigurbjörnsson lék allan leikinn fyrir Örebro en Hjörtur Logi Valgarðsson sat allan tímann á varamannabekknum.
Þá gerðu Sundsvall og Halmstads markalaust jafntefli.
Rúnar Már Sigurjónsson og Jón Guðni Fjóluson voru báðir í byrjunarliði Sundsvall og léku allan leikinn.
Sundsvall er í 13. sæti deildarinnar, einu stigi fyrir ofan fallsæti.
Jafntefli í fyrsta leik Kára með Malmö
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti


Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti


Garnacho ekki í hóp
Enski boltinn

Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti