Framkvæmdastjóri AGS segir nauðsynlegt að fresta eða fella niður gjalddaga á lánum gríska ríkisins Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. júlí 2015 15:15 Christine Lagarde og Euclid Tsakalotos, fjármálaráðherra Grikklands. Vísir/AFP Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að samhliða frekari lánveitingum til gríska ríkisins verði að endurskipuleggja skuldir þess með niðurfellingum eða frestun gjalddaga. Frekari neyðarlán til Grikkja séu óskynsamleg án slíkra aðgerða. Almennt er viðurkennt að skuldastaða gríska ríkisins sé ósjálfbær. Grikkir skulda 320 milljarða evra eða tæplega 180 prósent af vergri landsframleiðslu gríska ríkisins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áætlar að þetta hlutfall fari upp í 200 prósent á næstu tveimur árum, að því er fram kemur í Financial Times. Árið 2010, í upphafi evrukrísunnar, stóð hlutfallið í 127 prósentum. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði við franska fjölmiðla nú um helgina að án skuldaniðurfellingar, eða endurskipulagningar á skuldum, væru frekari neyðarlán til gríska ríkisins ekki skynsamleg. Stöðugleikasjóður evrusvæðsins, European Stability Mechanism, ákvað á föstudag að hefja formlegar viðræður við grísk stjórnvöld um 86 milljarða evra neyðarlán í kjölfar þess að samkomulag náðist milli Grikkja og hinna ríkjanna á evrusvæðinu aðfaranótt mánudags. Í minnisblaði sem birt var í vikunni gagnrýnir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samkomulagið og þar kemur jafnframt fram að sjóðurinn treysti sér ekki til þess að taka þátt í frekari neyðarlánum til Grikkja án skuldaniðurfellingar. Í minnisblaðinu gagnrýna starfsmenn AGS hin evruríkin og segir að Grikkir verði að fá skuldaniðurfellingu langt umfram það sem hin evruríkin hafi verið tilbúin að íhuga til þessa. Michel Sapin, fjármálaráðherra Frakka, hefur tekið undir með starfsmönnum sjóðsins en þessar athugasemdir hafi ekki fengið neinn hljómgrunn hjá Þjóðverjum, lang öflugasta ríkinu í myntsamstarfinu. Tíminn mun leiða í ljós hvort þetta 86 milljarða evra neyðarlán, sem nú er aðeins talið formsatriði að afgreiða, muni koma Grikkjum úr kreppunni eða hvort þetta sé aðeins frestun þess sem margir telja óumflýjanlegt án myndarlegrar skuldaniðurfellingar, það er útgöngu úr myntsamstarfinu, vegna óviðráðanlegrar og ósjálfbærrar skuldastöðu gríska ríkisins. Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að samhliða frekari lánveitingum til gríska ríkisins verði að endurskipuleggja skuldir þess með niðurfellingum eða frestun gjalddaga. Frekari neyðarlán til Grikkja séu óskynsamleg án slíkra aðgerða. Almennt er viðurkennt að skuldastaða gríska ríkisins sé ósjálfbær. Grikkir skulda 320 milljarða evra eða tæplega 180 prósent af vergri landsframleiðslu gríska ríkisins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áætlar að þetta hlutfall fari upp í 200 prósent á næstu tveimur árum, að því er fram kemur í Financial Times. Árið 2010, í upphafi evrukrísunnar, stóð hlutfallið í 127 prósentum. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði við franska fjölmiðla nú um helgina að án skuldaniðurfellingar, eða endurskipulagningar á skuldum, væru frekari neyðarlán til gríska ríkisins ekki skynsamleg. Stöðugleikasjóður evrusvæðsins, European Stability Mechanism, ákvað á föstudag að hefja formlegar viðræður við grísk stjórnvöld um 86 milljarða evra neyðarlán í kjölfar þess að samkomulag náðist milli Grikkja og hinna ríkjanna á evrusvæðinu aðfaranótt mánudags. Í minnisblaði sem birt var í vikunni gagnrýnir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samkomulagið og þar kemur jafnframt fram að sjóðurinn treysti sér ekki til þess að taka þátt í frekari neyðarlánum til Grikkja án skuldaniðurfellingar. Í minnisblaðinu gagnrýna starfsmenn AGS hin evruríkin og segir að Grikkir verði að fá skuldaniðurfellingu langt umfram það sem hin evruríkin hafi verið tilbúin að íhuga til þessa. Michel Sapin, fjármálaráðherra Frakka, hefur tekið undir með starfsmönnum sjóðsins en þessar athugasemdir hafi ekki fengið neinn hljómgrunn hjá Þjóðverjum, lang öflugasta ríkinu í myntsamstarfinu. Tíminn mun leiða í ljós hvort þetta 86 milljarða evra neyðarlán, sem nú er aðeins talið formsatriði að afgreiða, muni koma Grikkjum úr kreppunni eða hvort þetta sé aðeins frestun þess sem margir telja óumflýjanlegt án myndarlegrar skuldaniðurfellingar, það er útgöngu úr myntsamstarfinu, vegna óviðráðanlegrar og ósjálfbærrar skuldastöðu gríska ríkisins.
Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira