Þetta eru launahæstu stjörnur heims Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júlí 2015 09:37 Floyd Meaweather, Manny Pacquiao og Katy Perry eru í fyrstu þremur sætunum á lista Forbes yfir tekjuhæstu stjörnurnar. vísir Tímaritið Forbes birtir árlega lista yfir launahæstu stjörnur heims og kom listinn fyrir árið 2015 út í vikunni. Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather toppar listann í ár með 300 milljónir dala í tekjur fyrir seinustu tólf mánuði. Íþróttamaður hefur aldrei áður verið með jafnháar tekjur samkvæmt Forbes en peningurinn kemur að mestu leyti frá bardaga Mayweather og Manny Pacquiao í Las Vegas í maí síðastliðnum. Pacquiao er einmitt í öðru sæti listans með 160 milljónir dala í tekjur en í þriðja sæti er söngkonan Katy Perry sem halaði inn litlar 135 miljónir dala. Strákabandið One Direction er í næsta sæti á eftir Perry með 130 milljónir dala og í fimmta sæti er útvarps-og sjónvarpsmaðurinn Howard Stern með 95 milljónir dala í tekjur. Kántrísöngvarinn Garth Brooks kemur svo í sjötta sæti með 90 milljónir dala og spennusagnahöfundurinn James Patterson fylgir fast á hæla hans með 89 milljónir dala. Taylor Swift og Robert Downey Jr. eru eru í 8.-9. sæti með 80 milljónir dala í tekjur. Í tíunda sæti er svo launahæsti knattspyrnumaður heims, Cristiano Ronaldo, með 79,5 milljónir dala. Af 100 manns á listanum eru aðeins 16 konur. Þær eru með samtals 809 milljónir dala í tekjur á meðan karlarnir tóku inn 4,35 milljarða dala. Í umfjöllun Forbes um listann kemur fram að endurspegli greinilega gríðarmikinn launamun kynjanna, ekki aðeins í skemmtanabransanum, heldur í samfélaginu öllu. Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tímaritið Forbes birtir árlega lista yfir launahæstu stjörnur heims og kom listinn fyrir árið 2015 út í vikunni. Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather toppar listann í ár með 300 milljónir dala í tekjur fyrir seinustu tólf mánuði. Íþróttamaður hefur aldrei áður verið með jafnháar tekjur samkvæmt Forbes en peningurinn kemur að mestu leyti frá bardaga Mayweather og Manny Pacquiao í Las Vegas í maí síðastliðnum. Pacquiao er einmitt í öðru sæti listans með 160 milljónir dala í tekjur en í þriðja sæti er söngkonan Katy Perry sem halaði inn litlar 135 miljónir dala. Strákabandið One Direction er í næsta sæti á eftir Perry með 130 milljónir dala og í fimmta sæti er útvarps-og sjónvarpsmaðurinn Howard Stern með 95 milljónir dala í tekjur. Kántrísöngvarinn Garth Brooks kemur svo í sjötta sæti með 90 milljónir dala og spennusagnahöfundurinn James Patterson fylgir fast á hæla hans með 89 milljónir dala. Taylor Swift og Robert Downey Jr. eru eru í 8.-9. sæti með 80 milljónir dala í tekjur. Í tíunda sæti er svo launahæsti knattspyrnumaður heims, Cristiano Ronaldo, með 79,5 milljónir dala. Af 100 manns á listanum eru aðeins 16 konur. Þær eru með samtals 809 milljónir dala í tekjur á meðan karlarnir tóku inn 4,35 milljarða dala. Í umfjöllun Forbes um listann kemur fram að endurspegli greinilega gríðarmikinn launamun kynjanna, ekki aðeins í skemmtanabransanum, heldur í samfélaginu öllu.
Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira