Toyota Mirai vetnisbíllinn eyðir 3,5 lítrum Finnur Thorlacius skrifar 1. júlí 2015 10:15 Toyota Mirai vetnisbíllinn. Nú er Toyota að leggja lokahöndina á tímamóta vetnisbíl sinn, Mirai. Hann verður ákaflega sparneytinn bíll og eyðir aðeins 3,5 lítrum vetnis á hverja hundrað kílómetra. Hann mun komast 500 kílómetra á tankfyllinni og hefur því drægi á við margan venjulegan fólksbílinn með brunavél. Þessi bíll verður hinsvegar ekki ódýr og mun kosta 57.500 dollara í Bandaríkjunum, eða 7,6 milljónir króna. Því fylgir reyndar þriggja ára birgðir af vetni eða vetni að andvirði 15.000 dollurum. Einnig verða allar skoðanir og viðhald bílsins án endurgjalds fyrstu 3 árin, eða fyrstu 55.000 kílómetrana. Þá er bíllinn í ábyrgð fyrstu 8 árin, eða allt að 160.000 kílómetra akstri. Toyota mun hefja sölu á þessum bíl í Kaliforníu í Bandaríkjunum í október á þessu ári. Hægt verður að leigja bílinn í 3 ár og greiða fyrir það 66.000 krónur á mánuði. Toyota lukkaðist vel að kynna nýja Hybrid tækni með Prius bíl sínum og ruddi þar nýjar brautir. Vonandi tekst þeim það sama með þessum nýja vetnisbíl. Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent
Nú er Toyota að leggja lokahöndina á tímamóta vetnisbíl sinn, Mirai. Hann verður ákaflega sparneytinn bíll og eyðir aðeins 3,5 lítrum vetnis á hverja hundrað kílómetra. Hann mun komast 500 kílómetra á tankfyllinni og hefur því drægi á við margan venjulegan fólksbílinn með brunavél. Þessi bíll verður hinsvegar ekki ódýr og mun kosta 57.500 dollara í Bandaríkjunum, eða 7,6 milljónir króna. Því fylgir reyndar þriggja ára birgðir af vetni eða vetni að andvirði 15.000 dollurum. Einnig verða allar skoðanir og viðhald bílsins án endurgjalds fyrstu 3 árin, eða fyrstu 55.000 kílómetrana. Þá er bíllinn í ábyrgð fyrstu 8 árin, eða allt að 160.000 kílómetra akstri. Toyota mun hefja sölu á þessum bíl í Kaliforníu í Bandaríkjunum í október á þessu ári. Hægt verður að leigja bílinn í 3 ár og greiða fyrir það 66.000 krónur á mánuði. Toyota lukkaðist vel að kynna nýja Hybrid tækni með Prius bíl sínum og ruddi þar nýjar brautir. Vonandi tekst þeim það sama með þessum nýja vetnisbíl.
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent