Gríska þjóðin dofin: „Grikkir eru ekki vanir að taka ákvarðanir fyrir sjálfan sig“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 1. júlí 2015 12:15 Ræðismaður Íslands í Grikklandi lýsir ástandinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um helgina þar sem greidd verða atkvæði um aðgerðir til að leysa skuldavanda þjóðarinnar. Vísir/AFP Ræðismaður Íslands í Grikklandi segir afstöðu þjóðarinnar til aðgerða til að tryggja frekari neyðaraðstöð Evrópusambandsins vera að breytast. Í upphafi vikunnar hafi flestir verið vissir um að hafna samkomulaginu en nú sé staðan önnur. Hann ráðleggur Íslendingum á ferð til landsins að vera með nóg af reiðufé.Skiptar skoðanirYannis Lyberopoulus, ræðismaður Íslands í Grikklandi, segir að það geti reynst slæmt fyrir Grikki að skrifa ekki undir samkomulag. „Grikkir byrjuðu vikuna og voru svolítið sterkir og allir tilbúnir að kjósa nei, að við viljum ekki skrifa undir þennan samning af því að hann er ekki nógu góður. En núna með bankana lokaða er það ekki svo einfalt fyrir fólk,“ segir hann. „Núna eru nokkrir að byrja að segja kannski eigum við að semja og vera í rólegheitum í evrunni og fá bara endalaust lánað og borga vexti. Þjóðfélagið er dálítið dofið og það er mjög erfitt. Fólk veit ekki hvað það á að gera lengur,“ segir hann.Nýtt fyrir Grikkjum að greiða atkvæðiYannis segir að Grikkir séu ekki vanir þjóðaratkvæðagreiðslum. Síðasta þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í landinu fyrir 41 ári síðan. Sjálfur telur hann atkvæðagreiðsluna snúast um hvort Grikkland haldi áfram í evrusamstarfinu eða ekki. „Grikkir eru ekki vanir að taka ákvarðanir fyrir sjálfan sig, ekki vanir atkvæðagreiðslum og ekki vanir að hafa pólitíkusa sem segja sannleikann og núna allt í einu þarf það að upplýsa sig um hvað á að gera og taka ákvörðun sjálfi. Það er eitthvað sem Grikkir eru ekki vanir að gera,“ segir hann. „Það verður mjög erfitt fyrir fólk að kjósa. Fólk veit ekki hvað á að kjósa, hvort það á að kjósa nei eða já, hvað er best fyrir ríkið og hvað verður best fyrir sjálfan sig.“60 evrur nóg fyrir daginn Bankar í Grikklandi hafa verið lokaðir alla vikuna og takmörk hafa verið sett á úttektir úr hraðbönkum; íbúar landsins geta ekki tekið meira en 60 evrur úr hraðbönkum. Yannis segir það þó duga til að fara í gegnum daginn. „Það kostar ekki mikið að borða og lifa einn dag í Grikklandi og 60 evrur eru alveg nóg fyrir það. Og það er alveg nóg af bensíni í tönkum í Grikklandi til vara, til september eða eitthvað en það er örugglegt að það verði margir peningakassar tómir og bensínstöðvar tæmdar mun fyrr,“ segir hann. Bankar opnir á netinu Hann bendir á að enn sé aðgangur að heimabönkum opinn. „Það er hægt að flytja peninga á milli á netinu. Ég get verið að selja hluti út úr fyrirtækinu mínu og fengið bara peninga inn á bankareikninginn, ég þarf ekki að hafa bankann opinn, en það er ekki allir í Grikklandi tengdir svona vel og það verða örugglega vandamál og það verða miklu meiri vandamál ef við erum að tala um lengur en svona tvær vikur,“ segir ræðismaðurinnYannis ráðleggur Íslendingum á ferð í Grikklandi að vera með reiðufé á sér. „Grikkland er ekki hættulegt land en það þarf að hafa smá reiðufé á sér til að vera öruggur að þú getir haft það gott í Grikklandi,“ segir hann. Grikkland Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Ræðismaður Íslands í Grikklandi segir afstöðu þjóðarinnar til aðgerða til að tryggja frekari neyðaraðstöð Evrópusambandsins vera að breytast. Í upphafi vikunnar hafi flestir verið vissir um að hafna samkomulaginu en nú sé staðan önnur. Hann ráðleggur Íslendingum á ferð til landsins að vera með nóg af reiðufé.Skiptar skoðanirYannis Lyberopoulus, ræðismaður Íslands í Grikklandi, segir að það geti reynst slæmt fyrir Grikki að skrifa ekki undir samkomulag. „Grikkir byrjuðu vikuna og voru svolítið sterkir og allir tilbúnir að kjósa nei, að við viljum ekki skrifa undir þennan samning af því að hann er ekki nógu góður. En núna með bankana lokaða er það ekki svo einfalt fyrir fólk,“ segir hann. „Núna eru nokkrir að byrja að segja kannski eigum við að semja og vera í rólegheitum í evrunni og fá bara endalaust lánað og borga vexti. Þjóðfélagið er dálítið dofið og það er mjög erfitt. Fólk veit ekki hvað það á að gera lengur,“ segir hann.Nýtt fyrir Grikkjum að greiða atkvæðiYannis segir að Grikkir séu ekki vanir þjóðaratkvæðagreiðslum. Síðasta þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í landinu fyrir 41 ári síðan. Sjálfur telur hann atkvæðagreiðsluna snúast um hvort Grikkland haldi áfram í evrusamstarfinu eða ekki. „Grikkir eru ekki vanir að taka ákvarðanir fyrir sjálfan sig, ekki vanir atkvæðagreiðslum og ekki vanir að hafa pólitíkusa sem segja sannleikann og núna allt í einu þarf það að upplýsa sig um hvað á að gera og taka ákvörðun sjálfi. Það er eitthvað sem Grikkir eru ekki vanir að gera,“ segir hann. „Það verður mjög erfitt fyrir fólk að kjósa. Fólk veit ekki hvað á að kjósa, hvort það á að kjósa nei eða já, hvað er best fyrir ríkið og hvað verður best fyrir sjálfan sig.“60 evrur nóg fyrir daginn Bankar í Grikklandi hafa verið lokaðir alla vikuna og takmörk hafa verið sett á úttektir úr hraðbönkum; íbúar landsins geta ekki tekið meira en 60 evrur úr hraðbönkum. Yannis segir það þó duga til að fara í gegnum daginn. „Það kostar ekki mikið að borða og lifa einn dag í Grikklandi og 60 evrur eru alveg nóg fyrir það. Og það er alveg nóg af bensíni í tönkum í Grikklandi til vara, til september eða eitthvað en það er örugglegt að það verði margir peningakassar tómir og bensínstöðvar tæmdar mun fyrr,“ segir hann. Bankar opnir á netinu Hann bendir á að enn sé aðgangur að heimabönkum opinn. „Það er hægt að flytja peninga á milli á netinu. Ég get verið að selja hluti út úr fyrirtækinu mínu og fengið bara peninga inn á bankareikninginn, ég þarf ekki að hafa bankann opinn, en það er ekki allir í Grikklandi tengdir svona vel og það verða örugglega vandamál og það verða miklu meiri vandamál ef við erum að tala um lengur en svona tvær vikur,“ segir ræðismaðurinnYannis ráðleggur Íslendingum á ferð í Grikklandi að vera með reiðufé á sér. „Grikkland er ekki hættulegt land en það þarf að hafa smá reiðufé á sér til að vera öruggur að þú getir haft það gott í Grikklandi,“ segir hann.
Grikkland Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira