Náðu 13 löxum í Brennunni á einum degi Karl Lúðvíksson skrifar 2. júlí 2015 10:00 Kristján Árni með Ingólfi föður sínum og laxinum sem Kristján veiddi í Brennunni Brennan er veiðisvæði sem ekki margir þekkja en þeir sem þekkja svæðið mæta yfirleitt aftur og aftur og ekki að ósekju. Veiðin fór heldur seint af stað þetta árið eins og víða en virðist hafa tekið hraustlegan kipp í gær þegar 13 laxar komu á land og annað eins slapp. Ingólfur Ásgeirsson var þar á veiðum ásamt vinum og fjölskyldu og var kampakátur með daginn. "Við erum hæstánægð með daginn enda mikið líf á svæðinu og veiðin góð. Það er líka gaman að sjá gott hlutfall af tveggjá ára laxi í aflanum" sagði Ingólfur þegar við heyrðum í honum í gærkvöldi. Brennan er reglulega skemmtilegt svæði að veiða og þegar laxagöngurnar eru að mæta í Borgarfjarðarárnar getur veiðin verið afskaplega góð. Brennan er eftir gærdaginn komin í 28 laxa. Á meðfylgjandi mynd má sjá mynd af þeim feðgum Ingólfi Ásgeirssyni og Krinstjáni Árna Ingólfssyni sem veiddi laxinn á myndinni. Fiskurinn var 77 sm að lengd og að sjálfsögðu sleppt að lokinni viðureign. Þess má geta að veiðimaðurinn knái er ekki nema 9 ára gamall og greinilega með veiðieðlið úr föðurleggnum í blóðinu. Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Skemmtikvöld á morgun hjá SVFR Veiði Nýtt frítt veftímarit um sportveiði Veiði Rangárnar standa upp úr í sumar Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur á rólegu sumri Veiði Annað tölublað af Veiðislóð komið út Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði
Brennan er veiðisvæði sem ekki margir þekkja en þeir sem þekkja svæðið mæta yfirleitt aftur og aftur og ekki að ósekju. Veiðin fór heldur seint af stað þetta árið eins og víða en virðist hafa tekið hraustlegan kipp í gær þegar 13 laxar komu á land og annað eins slapp. Ingólfur Ásgeirsson var þar á veiðum ásamt vinum og fjölskyldu og var kampakátur með daginn. "Við erum hæstánægð með daginn enda mikið líf á svæðinu og veiðin góð. Það er líka gaman að sjá gott hlutfall af tveggjá ára laxi í aflanum" sagði Ingólfur þegar við heyrðum í honum í gærkvöldi. Brennan er reglulega skemmtilegt svæði að veiða og þegar laxagöngurnar eru að mæta í Borgarfjarðarárnar getur veiðin verið afskaplega góð. Brennan er eftir gærdaginn komin í 28 laxa. Á meðfylgjandi mynd má sjá mynd af þeim feðgum Ingólfi Ásgeirssyni og Krinstjáni Árna Ingólfssyni sem veiddi laxinn á myndinni. Fiskurinn var 77 sm að lengd og að sjálfsögðu sleppt að lokinni viðureign. Þess má geta að veiðimaðurinn knái er ekki nema 9 ára gamall og greinilega með veiðieðlið úr föðurleggnum í blóðinu.
Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Skemmtikvöld á morgun hjá SVFR Veiði Nýtt frítt veftímarit um sportveiði Veiði Rangárnar standa upp úr í sumar Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur á rólegu sumri Veiði Annað tölublað af Veiðislóð komið út Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði