Tvö þúsundasti bíllinn á árinu afhentur hjá BL Finnur Thorlacius skrifar 2. júlí 2015 14:08 Hyundai Santa Fe. Í nýliðnum júnímánuði var tvö þúsundasti bíllinn á árinu afhentur hjá BL ehf. Alls seldi fyrirtækið 571 bíl í mánuðinum, 228 til einstaklinga og fyrirtækja og 343 til bílaleiga. Af þeim merkjum sem BL selur er Hyundai vinsælasta merkið hjá bílaleigunum í ár eins og í fyrra. BL heldur áfram stöðu sinni sem stærsta bílaumboð landsins. Fyrstu sex mánuði ársins seldi fyrirtækið 2.116 bíla samtals með bílaleigubílum meðtöldum sem er 22,5% markaðshlutdeild. Hlutur BL á einstaklings og fyrirtækjamarkaði er jafnvel enn meiri því á þeim markaði hefur fyrirtækið 25,4% hlutdeild fyrstu sex mánuði ársins. Sala til einstaklinga og fyrirtækja (án bílaleiga) virðist vera í góðu jafnvægi og vöxturinn með eðlilegum hætti. Salan í ár fyrstu sex mánuðina er nú svipuð og var árið 2002 þegar 4507 bílar voru seldir á fyrri árs helmingi samanborið við 4.798 bíla fyrstu sex mánuði yfirstandandi árs. Þrátt fyrir að bílasalan í heild fari smám saman vaxandi aftur eftir efnahagshrunið 2008 er skýringuna á því aðallega að leita í mikilli fjölgun erlendra ferðamanna til landsins og samfara því vaxandi þörf bílaleiga fyrir fleiri bíla. Alls voru skráðir 1790 bílar til bílaleiganna í júnímánuði sem er 31% aukning frá sama tímabili 2014 og er það í takt við stöðugt vaxandi straum ferðamanna til landsins. Á heildarmarkaði fólks- og sendibíla fyrstu sex mánuði ársins jókst sala bílaumboðanna um 38% samanborið við sama tímabil 2014. Vöxtur í hlutdeild BL er þó meiri en sem þessu nemur, eða 53% fyrstu sex mánuðina miðað við sama tímabil 2014. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent
Í nýliðnum júnímánuði var tvö þúsundasti bíllinn á árinu afhentur hjá BL ehf. Alls seldi fyrirtækið 571 bíl í mánuðinum, 228 til einstaklinga og fyrirtækja og 343 til bílaleiga. Af þeim merkjum sem BL selur er Hyundai vinsælasta merkið hjá bílaleigunum í ár eins og í fyrra. BL heldur áfram stöðu sinni sem stærsta bílaumboð landsins. Fyrstu sex mánuði ársins seldi fyrirtækið 2.116 bíla samtals með bílaleigubílum meðtöldum sem er 22,5% markaðshlutdeild. Hlutur BL á einstaklings og fyrirtækjamarkaði er jafnvel enn meiri því á þeim markaði hefur fyrirtækið 25,4% hlutdeild fyrstu sex mánuði ársins. Sala til einstaklinga og fyrirtækja (án bílaleiga) virðist vera í góðu jafnvægi og vöxturinn með eðlilegum hætti. Salan í ár fyrstu sex mánuðina er nú svipuð og var árið 2002 þegar 4507 bílar voru seldir á fyrri árs helmingi samanborið við 4.798 bíla fyrstu sex mánuði yfirstandandi árs. Þrátt fyrir að bílasalan í heild fari smám saman vaxandi aftur eftir efnahagshrunið 2008 er skýringuna á því aðallega að leita í mikilli fjölgun erlendra ferðamanna til landsins og samfara því vaxandi þörf bílaleiga fyrir fleiri bíla. Alls voru skráðir 1790 bílar til bílaleiganna í júnímánuði sem er 31% aukning frá sama tímabili 2014 og er það í takt við stöðugt vaxandi straum ferðamanna til landsins. Á heildarmarkaði fólks- og sendibíla fyrstu sex mánuði ársins jókst sala bílaumboðanna um 38% samanborið við sama tímabil 2014. Vöxtur í hlutdeild BL er þó meiri en sem þessu nemur, eða 53% fyrstu sex mánuðina miðað við sama tímabil 2014.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent