Viking mistókst að koma sér nær toppsætunum tveimur í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en liðið tapaði á útivelli gegn Strømsgodset.
Viking fékk óskabyrjun því Suleiman Abdullahi kom þeim yfir eftir fjögurra mínútna leik. Adam var ekki lengi í paradís því eftir stundarfjórðung var staðan orðin 2-1, Strømsgodset í vil.
Marvin Ogunjimi jafnaði á tíundu mínútu og fimm mínútum síðar mætti Marvin við öðru marki sínu og staðan 2-1 eftir stundarfjórðung. Fjörug byrjun.
Bismarck Adjei-Boateng, leikmaður Strømsgodset, lét reka sig útaf undir lok fyrri hálfleiks, en staðan Strømsgodset var 2-1 yfir í hálfleik.
Eftir stundarfjórðung í síðari hálfleik var staðan orðin 3-1 fyrir Strømsgodset, en Gustav Wikheim skoraði þá þriðja mark heimamanna.
Heimamenn voru ekki hættir því einum færri bættu þeir við fjórða markinu, en það gerði Lars-Christopher Vilsvik tólf mínútum fyrir leikslok. Ekki urðu mörkin fleiri og lokatölur 4-1 sigur heimamanna.
Með sigri hefði Viking verið í þriðja sætinu, einungis tveimur stigum frá Stabæk í öðru sætinu, en þess í stað eru þeir í fjórða sæti með 25 stig, fimm stigum frá öðru sætinu. Strømsgodset er í því sjötta.
Indriði Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson spiluðu allan leikinn fyrir Viking, en Steinþór Freyr Þorsteinsson kom inná sem varamaður á 71. mínútu.
Viking fékk skell
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi
Körfubolti

Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn


Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann
Handbolti



Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti