Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er að öllum líkindum á leið til hollenska liðsins NEC Nijmegen frá Sandnes Ulf í Noregi.
„Ég get staðfest að félögin hafa komist að samkomulagi. Það er ekki búið að ganga formlega frá þessu en það styttist í það,“ sagði Hannes í samtali við Fréttablaðið í gær. Sandnes Ulf á leik gegn Hönefoss í dag en Hannes gerir ráð fyrir að það verði síðasti leikur hans með liðinu:
„Að öllu óbreyttu flýg ég til Hollands eftir leikinn og geng frá þessu,“ sagði Hannes en að hans sögn er um tveggja ára samning að ræða. Nijmegen er nýliði í hollensku úrvalsdeildinni en hjá liðinu hittir Hannes fyrir annan Íslending; FH-inginn Kristján Gauta Emilsson.
Í gær skrifaði annar landsliðsmaður, Eiður Smári Guðjohnsen, formlega undir samning við kínverska úrvalsdeildarliðið Shijiashuang Ever Bright
