"Niðurstaðan er mjög sorgleg fyrir Grikkland“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. júlí 2015 23:38 Grískir nei-liðar hafa fagnað í kvöld. Vísir/EPA Grikkir hafa hafnað tillögum kröfuhafa í þjóðaratkvæði með yfir 60% atkvæða. Forsætisráðherra landsins Alexis Tsipras hafði hvatt kjósendur til þess að velja „nei“ og sagði tilboð kröfuhafanna móðgun. Hann vonast til þess að ná samningum sem fela ekki í sér jafnharðar aðhaldsaðgerðir. Þúsundir Grikkja fögnuðu á götum Aþenu í dag eftir að kjörstöðum lokaði. Niðurstaðan setur Grikki óneitanlega í sérstaka stöðu. Það er ekki vitað að svo stöddu hvort þessi útkoma geri það að verkum að Grikkjum verði ýtt út úr evrusamstarfinu og gert að prenta sinn eigin gjaldmiðil að nýju. Það myndi merkja hrikalegar afleiðingar fyrir hagkerfi landsins sem er þegar í molum. Bankar landsins hafa verið lokaðir í viku og nú liggur á að opna þá aftur svo hægt sé að greiða út laun og lífeyri. Grikkir áttu að endurgreiða neyðarlán sitt frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um mánaðarmót en það tókst ekki eins og þekkt er. Með því varð það fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar sem lendir á vanskilaskrá hjá sjóðnum. Forsvarsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa ekki brugðist við niðurstöðunum. Hins vegar sögðu leiðtogar í Evrópu að ef kjósendur kysu „nei“ myndi það eyðileggja allan grundvöll samningaviðræðna þar sem það myndi sýna að Grikkir væru ekki tilbúnir til að taka þau skref sem þyrfti til að koma fjármálum sínum í lag og efla hagkerfi sitt. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Francois Hollande, forseti Frakklands, munu hittast á morgun og ræða niðurstöðurnar. Allir leiðtogar þjóðanna sem nota evruna munu svo funda á þriðjudag. „Niðurstaðan er mjög sorgleg fyrir Grikkland,“ sagði Jeroen Dijsselbloem sem er formaður hóps fjármálaráðherra í evrusamstarfinu. Telur hann grísk stjórnvöld vera að leiða þjóð sína veg vonleysis og biturrar eymdar. Grikkland Tengdar fréttir Eru í vondri stöðu hver sem niðurstaðan verður Ljóst er að hver sem niðurstaðan verður í þjóðaratkvæðagreiðslunni í dag eru Grikkir í vondri stöðu. Það hvort Grikkir þurfi að hætta í myntsamstarfinu veltur á því hvernig stjórnvöld vinna úr niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í dag. 5. júlí 2015 20:00 Grikkir ganga til atkvæða í dag Þjóðaratkvæðagreiðslan í dag og niðurstöður hennar er stærsta verkefni evrusamstarfsins til þessa. 5. júlí 2015 09:31 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Grikkir hafa hafnað tillögum kröfuhafa í þjóðaratkvæði með yfir 60% atkvæða. Forsætisráðherra landsins Alexis Tsipras hafði hvatt kjósendur til þess að velja „nei“ og sagði tilboð kröfuhafanna móðgun. Hann vonast til þess að ná samningum sem fela ekki í sér jafnharðar aðhaldsaðgerðir. Þúsundir Grikkja fögnuðu á götum Aþenu í dag eftir að kjörstöðum lokaði. Niðurstaðan setur Grikki óneitanlega í sérstaka stöðu. Það er ekki vitað að svo stöddu hvort þessi útkoma geri það að verkum að Grikkjum verði ýtt út úr evrusamstarfinu og gert að prenta sinn eigin gjaldmiðil að nýju. Það myndi merkja hrikalegar afleiðingar fyrir hagkerfi landsins sem er þegar í molum. Bankar landsins hafa verið lokaðir í viku og nú liggur á að opna þá aftur svo hægt sé að greiða út laun og lífeyri. Grikkir áttu að endurgreiða neyðarlán sitt frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um mánaðarmót en það tókst ekki eins og þekkt er. Með því varð það fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar sem lendir á vanskilaskrá hjá sjóðnum. Forsvarsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa ekki brugðist við niðurstöðunum. Hins vegar sögðu leiðtogar í Evrópu að ef kjósendur kysu „nei“ myndi það eyðileggja allan grundvöll samningaviðræðna þar sem það myndi sýna að Grikkir væru ekki tilbúnir til að taka þau skref sem þyrfti til að koma fjármálum sínum í lag og efla hagkerfi sitt. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Francois Hollande, forseti Frakklands, munu hittast á morgun og ræða niðurstöðurnar. Allir leiðtogar þjóðanna sem nota evruna munu svo funda á þriðjudag. „Niðurstaðan er mjög sorgleg fyrir Grikkland,“ sagði Jeroen Dijsselbloem sem er formaður hóps fjármálaráðherra í evrusamstarfinu. Telur hann grísk stjórnvöld vera að leiða þjóð sína veg vonleysis og biturrar eymdar.
Grikkland Tengdar fréttir Eru í vondri stöðu hver sem niðurstaðan verður Ljóst er að hver sem niðurstaðan verður í þjóðaratkvæðagreiðslunni í dag eru Grikkir í vondri stöðu. Það hvort Grikkir þurfi að hætta í myntsamstarfinu veltur á því hvernig stjórnvöld vinna úr niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í dag. 5. júlí 2015 20:00 Grikkir ganga til atkvæða í dag Þjóðaratkvæðagreiðslan í dag og niðurstöður hennar er stærsta verkefni evrusamstarfsins til þessa. 5. júlí 2015 09:31 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Eru í vondri stöðu hver sem niðurstaðan verður Ljóst er að hver sem niðurstaðan verður í þjóðaratkvæðagreiðslunni í dag eru Grikkir í vondri stöðu. Það hvort Grikkir þurfi að hætta í myntsamstarfinu veltur á því hvernig stjórnvöld vinna úr niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í dag. 5. júlí 2015 20:00
Grikkir ganga til atkvæða í dag Þjóðaratkvæðagreiðslan í dag og niðurstöður hennar er stærsta verkefni evrusamstarfsins til þessa. 5. júlí 2015 09:31