Helgarhollið í Langá landaði 51 laxi Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2015 15:00 Flottur og vel haldinn lax sem veiddist í Langá um helgina. Mynd: ÁH Mikið líf er loksins að færast í Borgarfjarðarárnar sem fóru allar frekar hægt af stað vegna kulda framan af sumri. Einnig var vatnsstaðan í ánum þannig að margir veiðistaðir voru hreinlega óveiðandi og erfitt var að finna laxa í þeim stöðum sem var hægt að kasta á. Árnar hafa sjatnað mikið og eru flestar komnar í gott vatn og er veiðin í þeim að taka hressilegan kipp enda er mikill lax að ganga í árnar í Borgarfirði þessa dagana. Langá á Mýrum er hægt að komast í gang eftir gífurlega mikið vatn frá opnun og þrátt fyrir að hún sé að sjatna hratt á hún ennþá 20-30 sm eftir til að komast í kjörvatn. Þetta hefur þó ekkert hamlað veiði eða göngum en mikið líf hefur verið á neðstu svæðum hennar síðustu daga og greinilega mikið af laxi að ganga. Hann fer þó mjög hratt í gegnum Strengina þar sem vatnsstaðan er ennþá nokkuð há en efri svæðin hafa grætt vel á því. Holl sem lauk veiðum á hádegi í gær landaði 51 laxi og mikið slapp þar sem laxinn vildi svo til eingöngu taka flugur í stærðum #12-16 og oft voru tökurnar mjög grannar. Fyrir utan hefðbundnar smáflugur þá var mikið tekið á Kolskegg er sú fluga virðist með eindæmum skæð á lax hvort heldur sem er í göngu eða leginn. Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði Fleiri net á land í Ölfusá Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði
Mikið líf er loksins að færast í Borgarfjarðarárnar sem fóru allar frekar hægt af stað vegna kulda framan af sumri. Einnig var vatnsstaðan í ánum þannig að margir veiðistaðir voru hreinlega óveiðandi og erfitt var að finna laxa í þeim stöðum sem var hægt að kasta á. Árnar hafa sjatnað mikið og eru flestar komnar í gott vatn og er veiðin í þeim að taka hressilegan kipp enda er mikill lax að ganga í árnar í Borgarfirði þessa dagana. Langá á Mýrum er hægt að komast í gang eftir gífurlega mikið vatn frá opnun og þrátt fyrir að hún sé að sjatna hratt á hún ennþá 20-30 sm eftir til að komast í kjörvatn. Þetta hefur þó ekkert hamlað veiði eða göngum en mikið líf hefur verið á neðstu svæðum hennar síðustu daga og greinilega mikið af laxi að ganga. Hann fer þó mjög hratt í gegnum Strengina þar sem vatnsstaðan er ennþá nokkuð há en efri svæðin hafa grætt vel á því. Holl sem lauk veiðum á hádegi í gær landaði 51 laxi og mikið slapp þar sem laxinn vildi svo til eingöngu taka flugur í stærðum #12-16 og oft voru tökurnar mjög grannar. Fyrir utan hefðbundnar smáflugur þá var mikið tekið á Kolskegg er sú fluga virðist með eindæmum skæð á lax hvort heldur sem er í göngu eða leginn.
Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði Fleiri net á land í Ölfusá Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði