Vísir mættur til Grikklands: „Óvenjulega sýnilegt hve margt heimilislaust fólk er í Aþenu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júlí 2015 10:37 Þorbjörn Þórðarson mun flytja fréttir frá Grikklandi á Stöð 2 og Bylgjunni næstu daga. „Það er mikil reiði hjá almennum Grikkjum, í garð hinna ríkjanna á evrusvæðinu hér í Aþenu miðað við þá Grikki sem ég hef rætt við,“ segir Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður 365 miðla. Þorbjörn er mættur til Aþenu þaðan sem hann mun flytja fréttir næstu daga. Þorbjörn segir mjög skiptar skoðanir meðal Grikkja hvort þjóðin eigi að vera áfram í myntsamstarfinu eða að kveðja evruna og taka upp nýja Drökmu. „Grikkir vita að með því að hætta í myntsamstarfinu tækju líklega við miklir erfiðleikar til skamms tíma en gæti um leið verið lausn á kreppunni til lengri tíma litið,“ segir Þorbjörn.Grikkir hafa til föstudagsmorguns til að leggja fram nýjar tillögur í viðræðum við leiðtoga Evrópusambandsríkja. Þorbjörn segir mikla spennu í loftinu yfir því hvernig tillögurnar muni líta út. Á sunnudag er svo talað um dómsdag þegar leiðtogar Evrópusambandsríkjanna funda í Brussel.Fjöldi heimilislausra áberandi Þorbjörn mætti til Aþenu snemma í morgun. Hann segir sláandi að sjá með eigin augum hvernig niðurskurður síðustu ára hafi bitnað á grísku höfuðborginni. „Stærsta verslunargatan sem iðaði af lífi fyrir bankahrunið er hvorki svipur né sjón,“ segir fréttamaðurinn. Þriðjungi verslana hafi verið lokað og alþjóðlegum verslunum fækkað til muna þótt enn megi finna H&M. Þá hafi verið skorið mikið niður í félagslegum úrræðum og mikill eiturlyfjavandi sé við lýði í kjölfar kreppu. „Það er óvenjulega sýnilegt hve margt heimilislaust fólk er í Aþenu og við hve slæmt ástand fólk býr,“ segir Þorbjörn. Ástandið sé nokkuð sláandi þótt vissulega sé það við lýði í flestum stórborgum heimsins.Þorbjörn verður í beinni útsendingu frá Aþenu í hádegisfréttatíma Bylgjunnar klukkan 12 í dag sem og næstu daga. Þá verður hann með fréttir og innslög í kvöldfréttatímum Stöðvar 2. Grikkland Tengdar fréttir Juncker vill tillögur á föstudagsmorgun Forsætisráðherrar ríkja Evrusvæðisins funduðu um neyðaraðstoð í gær. Annar fundur verður á sunnudag. Lokafrestur Grikkja til að koma með ítarlegar tillögur er á föstudag. Nýr fjármálaráðherra Grikkja mætti tómhentur á fund í Brussel. 8. júlí 2015 07:00 Lítill tími til stefnu fyrir Grikki Vera Grikkja í evrusamstarfinu og jafnvel Evrópusambandinu er í húfi. 7. júlí 2015 08:09 Vill gera allt til að Grikkland verði áfram hluti af evrusvæðinu Fjármálaráðherra Frakklands segir það of áhættusamt ef Grikkir yfirgefa evrusamstarfið. 7. júlí 2015 11:09 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Sjá meira
„Það er mikil reiði hjá almennum Grikkjum, í garð hinna ríkjanna á evrusvæðinu hér í Aþenu miðað við þá Grikki sem ég hef rætt við,“ segir Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður 365 miðla. Þorbjörn er mættur til Aþenu þaðan sem hann mun flytja fréttir næstu daga. Þorbjörn segir mjög skiptar skoðanir meðal Grikkja hvort þjóðin eigi að vera áfram í myntsamstarfinu eða að kveðja evruna og taka upp nýja Drökmu. „Grikkir vita að með því að hætta í myntsamstarfinu tækju líklega við miklir erfiðleikar til skamms tíma en gæti um leið verið lausn á kreppunni til lengri tíma litið,“ segir Þorbjörn.Grikkir hafa til föstudagsmorguns til að leggja fram nýjar tillögur í viðræðum við leiðtoga Evrópusambandsríkja. Þorbjörn segir mikla spennu í loftinu yfir því hvernig tillögurnar muni líta út. Á sunnudag er svo talað um dómsdag þegar leiðtogar Evrópusambandsríkjanna funda í Brussel.Fjöldi heimilislausra áberandi Þorbjörn mætti til Aþenu snemma í morgun. Hann segir sláandi að sjá með eigin augum hvernig niðurskurður síðustu ára hafi bitnað á grísku höfuðborginni. „Stærsta verslunargatan sem iðaði af lífi fyrir bankahrunið er hvorki svipur né sjón,“ segir fréttamaðurinn. Þriðjungi verslana hafi verið lokað og alþjóðlegum verslunum fækkað til muna þótt enn megi finna H&M. Þá hafi verið skorið mikið niður í félagslegum úrræðum og mikill eiturlyfjavandi sé við lýði í kjölfar kreppu. „Það er óvenjulega sýnilegt hve margt heimilislaust fólk er í Aþenu og við hve slæmt ástand fólk býr,“ segir Þorbjörn. Ástandið sé nokkuð sláandi þótt vissulega sé það við lýði í flestum stórborgum heimsins.Þorbjörn verður í beinni útsendingu frá Aþenu í hádegisfréttatíma Bylgjunnar klukkan 12 í dag sem og næstu daga. Þá verður hann með fréttir og innslög í kvöldfréttatímum Stöðvar 2.
Grikkland Tengdar fréttir Juncker vill tillögur á föstudagsmorgun Forsætisráðherrar ríkja Evrusvæðisins funduðu um neyðaraðstoð í gær. Annar fundur verður á sunnudag. Lokafrestur Grikkja til að koma með ítarlegar tillögur er á föstudag. Nýr fjármálaráðherra Grikkja mætti tómhentur á fund í Brussel. 8. júlí 2015 07:00 Lítill tími til stefnu fyrir Grikki Vera Grikkja í evrusamstarfinu og jafnvel Evrópusambandinu er í húfi. 7. júlí 2015 08:09 Vill gera allt til að Grikkland verði áfram hluti af evrusvæðinu Fjármálaráðherra Frakklands segir það of áhættusamt ef Grikkir yfirgefa evrusamstarfið. 7. júlí 2015 11:09 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Sjá meira
Juncker vill tillögur á föstudagsmorgun Forsætisráðherrar ríkja Evrusvæðisins funduðu um neyðaraðstoð í gær. Annar fundur verður á sunnudag. Lokafrestur Grikkja til að koma með ítarlegar tillögur er á föstudag. Nýr fjármálaráðherra Grikkja mætti tómhentur á fund í Brussel. 8. júlí 2015 07:00
Lítill tími til stefnu fyrir Grikki Vera Grikkja í evrusamstarfinu og jafnvel Evrópusambandinu er í húfi. 7. júlí 2015 08:09
Vill gera allt til að Grikkland verði áfram hluti af evrusvæðinu Fjármálaráðherra Frakklands segir það of áhættusamt ef Grikkir yfirgefa evrusamstarfið. 7. júlí 2015 11:09