Kínversk stjórnvöld hafa bannað fjárfestum sem eiga meira en 5 prósent í tilteknum félögum að selja bréf sín næstu sex mánuði. Hlutabréfamarkaðir í Kína hafa verið í sem næst frjálsu falli síðustu daga.
Markaðir hafa lækkað um þriðjung síðan um miðjan júní en lækkunin nemur meiru en jafnvirði 450 þúsund milljörðum íslenskra króna. Til
samanburðar
er það eins og fimmtán
landsframleiðslur
Grikklands á síðasta ári.

