Andlitslyftur Kia Cee´d Finnur Thorlacius skrifar 30. júní 2015 14:05 Kia Cee´d GT line árgerð 2016. Kia er nú að kynna andlitslyftingu hins vinsæla Cee´d fyrir Evrópumarkað. Fyrir utan heilmiklar og góðar útlitsbreytingar á bílnum er athygliverðasta nýjungin fólgin í nýrri 1,0 lítra og þriggja strokka bensínvél með forþjöppu sem fá má í tveimur útfærslum, 99 og 118 hestafla. Enn má fá bílinn með 1,6 lítra dísilvélinni, sem nú hefur fengið nokkra aukahesta, er nú 134 hestöfl í stað 126. Fá má nú dísilútgáfuna með 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Kia Cee´d hefur verið á markaði í 9 ár og hefur Kia selt meira en 1 milljón slíkra bíla. Hann keppir í sama stærðarflokki og Volkswagen Golf og Ford Focus og hefur náð talsvert mikilli fótfestu í Evrópu, ekki síst hér á landi. Kia Cee´d mun áfram bjóðast í kraftaútfærslu, Pro_Cee´d GT og er hann áfram með sömu 201 hestafla vél. Kia Cee´d mun áfram bjóðast í þremur gerðum, sem 5 dyra hlaðbakur, sem langbakur og sem 3 dyra Pro_Cee´d GT. Kia mun nú einnig bjóða GT Line útfærslu bílsins þar sem útlitið er eins og í Pro_Cee´d GT en vélbúnaðurinn eins og í hefðbundnum Cee´d. Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent
Kia er nú að kynna andlitslyftingu hins vinsæla Cee´d fyrir Evrópumarkað. Fyrir utan heilmiklar og góðar útlitsbreytingar á bílnum er athygliverðasta nýjungin fólgin í nýrri 1,0 lítra og þriggja strokka bensínvél með forþjöppu sem fá má í tveimur útfærslum, 99 og 118 hestafla. Enn má fá bílinn með 1,6 lítra dísilvélinni, sem nú hefur fengið nokkra aukahesta, er nú 134 hestöfl í stað 126. Fá má nú dísilútgáfuna með 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Kia Cee´d hefur verið á markaði í 9 ár og hefur Kia selt meira en 1 milljón slíkra bíla. Hann keppir í sama stærðarflokki og Volkswagen Golf og Ford Focus og hefur náð talsvert mikilli fótfestu í Evrópu, ekki síst hér á landi. Kia Cee´d mun áfram bjóðast í kraftaútfærslu, Pro_Cee´d GT og er hann áfram með sömu 201 hestafla vél. Kia Cee´d mun áfram bjóðast í þremur gerðum, sem 5 dyra hlaðbakur, sem langbakur og sem 3 dyra Pro_Cee´d GT. Kia mun nú einnig bjóða GT Line útfærslu bílsins þar sem útlitið er eins og í Pro_Cee´d GT en vélbúnaðurinn eins og í hefðbundnum Cee´d.
Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent