Nýr Nissan Leaf með 200 km drægni í ágúst Finnur Thorlacius skrifar 30. júní 2015 14:26 Nissan Leaf Bandaríska bílatímaritið Automative News greinir frá því að ný kynslóð Nissan Leaf verði kynntur í ágúst og þar fari bíll með 200 km akstursdrægni, þ.e. umtalsvert meiri drægni en í núverandi bíl sem er með um 135 km drægni. Rafhlöður bílsins stækka ekki heldur nær Nissan að kreista meira út úr þeim og þær geta nú geymt 30 kílówattstundir í stað 24 kílówattstunda áður. Blaðamenn Automative News halda því reyndar fram að drægni nýs Leaf verði aldrei meiri en 170-180 kílómetrar, en það ætti hvort sem er að duga flestum til daglegra nota. Sala Nissan Leaf féll um 25% á fyrstu 5 mánuðum ársins í ár í Bandaríkjunum, þó svo salan hafi verið ágæt í Evrópu. Ástæða þessa er það lága bensínverð sem er nú vestanhafs og kaupendur meta því rafmagnsbíla þar minna en Evrópubúar. Nissan hefur nú þegar hafið prófanir á næstu kynslóð Leaf sem á að hafa svo mikla drægni sem 500 kílómetra. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Bandaríska bílatímaritið Automative News greinir frá því að ný kynslóð Nissan Leaf verði kynntur í ágúst og þar fari bíll með 200 km akstursdrægni, þ.e. umtalsvert meiri drægni en í núverandi bíl sem er með um 135 km drægni. Rafhlöður bílsins stækka ekki heldur nær Nissan að kreista meira út úr þeim og þær geta nú geymt 30 kílówattstundir í stað 24 kílówattstunda áður. Blaðamenn Automative News halda því reyndar fram að drægni nýs Leaf verði aldrei meiri en 170-180 kílómetrar, en það ætti hvort sem er að duga flestum til daglegra nota. Sala Nissan Leaf féll um 25% á fyrstu 5 mánuðum ársins í ár í Bandaríkjunum, þó svo salan hafi verið ágæt í Evrópu. Ástæða þessa er það lága bensínverð sem er nú vestanhafs og kaupendur meta því rafmagnsbíla þar minna en Evrópubúar. Nissan hefur nú þegar hafið prófanir á næstu kynslóð Leaf sem á að hafa svo mikla drægni sem 500 kílómetra.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent