Borgarstjórinn með tvo fallega laxa í Elliðaánum í morgun Karl Lúðvíksson skrifar 20. júní 2015 09:06 Dagur B. Eggertsson með seinni laxinn sinn í morgun Mynd: KL Fyrsti laxinn kom upp í Elliðaánum í morgun þegar áin var opnuð fyrir veiði og það var frítt föruneyti við bakkann í morgun. Reykvíkingur ársins Hanna Sigrún Guðrún Sigurjónsdóttir landaði fyrsta laxinum úr Fosskvörn um 7:30 sem var 4 punda nýgengin hrygna. Dagur B. Eggertsson fékk líka tækifæri til að renna í ánna og undir handleiðslu Ásgeirs Heiðars fór Borgarstjórinn á Breiðuna sem er oft mjög gjöful á þessum tíma, sérstaklega eins og í morgun þegar flóði var rétt nýlokið. Strax í fyrsta rennsli, klukkan átta, ofarlega á Breiðunni setur Dagur í lax sem hann landaði örugglega. Þetta var frekar smár lax eða um 3 pund sem tók maðk. Þegar laxinum hafði verið landað var rennt aftur í Breiðina og þar tók annar lax örfáum mínútum seinna. Sá var greinilega stærri og þurfti aðeins að hafa meira fyrir því að ná honum á land. Dagur landaði þeim laxi sem reyndist vera rúmlega 5 punda hrygna, feit og vel haldin. Þegar Veiðivísir kvaddi árnar voru fleiri laxar sem sáust í ánni svo það er líklegt að það komi fleiri á land í dag. Laxar hafa sést í ánni síðustu daga og það verður gaman að fylgjast með ánni á næstunni og sjá hvernig göngurnar skila sér í hana. Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði
Fyrsti laxinn kom upp í Elliðaánum í morgun þegar áin var opnuð fyrir veiði og það var frítt föruneyti við bakkann í morgun. Reykvíkingur ársins Hanna Sigrún Guðrún Sigurjónsdóttir landaði fyrsta laxinum úr Fosskvörn um 7:30 sem var 4 punda nýgengin hrygna. Dagur B. Eggertsson fékk líka tækifæri til að renna í ánna og undir handleiðslu Ásgeirs Heiðars fór Borgarstjórinn á Breiðuna sem er oft mjög gjöful á þessum tíma, sérstaklega eins og í morgun þegar flóði var rétt nýlokið. Strax í fyrsta rennsli, klukkan átta, ofarlega á Breiðunni setur Dagur í lax sem hann landaði örugglega. Þetta var frekar smár lax eða um 3 pund sem tók maðk. Þegar laxinum hafði verið landað var rennt aftur í Breiðina og þar tók annar lax örfáum mínútum seinna. Sá var greinilega stærri og þurfti aðeins að hafa meira fyrir því að ná honum á land. Dagur landaði þeim laxi sem reyndist vera rúmlega 5 punda hrygna, feit og vel haldin. Þegar Veiðivísir kvaddi árnar voru fleiri laxar sem sáust í ánni svo það er líklegt að það komi fleiri á land í dag. Laxar hafa sést í ánni síðustu daga og það verður gaman að fylgjast með ánni á næstunni og sjá hvernig göngurnar skila sér í hana.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði