Viking frá Stavangri komst aftur á sigurbraut í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en liðið lagði Bodo/Glimt 3-0.
Fyrir leikinn hafði Viking tapað tveimur leikjum í röð, en þeir gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. Veton Berisha kom þeim yfir á fjórtándu mínútu og Yann-Erik de Lanlay tvöfaldaði forystuna átta mínútum síðar.
Samuel Adegbenro kom Viking svo í 3-0 á 35. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Ekki urðu mörkin fleiri í þeim síðari og mikilvægur sigur Viking staðreynd.
Einungis einn Íslendingur var í byrjunarliði Viking, en það var Indriði Sigurðsson. Hann spilaði allan leikinn, en Steinþór Freyr Þorsteinsson kom inná sem varamaður og spilaði síðustu átta mínúturnar. Jón Daði Böðvarsson sat allan tímann á bekknum.
Viking er komið í fjórða sætið, en þeir eru með 22 stig, tveimur stigum á eftir Vålerenga sem er í því þriðja. Bodo/Glimt er í því fimmtánda með átta stig.
Viking aftur á sigurbraut
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti



Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn
Fleiri fréttir
