Klukkan tifar á skuldavanda Grikkja 21. júní 2015 16:37 Vísir/EPa Louka Katseli, bankastjóri Landsbanka Grikklands, stærsta banka landsins, segir að það yrði „brjálæði“ ef grísk stjórnvöld kæmust ekki að samkomulagi við lánardrottna sína um skuldavanda landsins. Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tipras, gengur til fundar við ráðamenn 18 annarra Evrópuríkja í Brussel en þar hefur verið boðað til neyðarfundar á morgun þar sem reynt verður að ná samkomulagi um skuldavanda Grikklands. Grikkir eiga að standa skil á 1,6 milljarða evra afborgun af láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir lok mánaðarins. Til þess að geta það verða þeir að fá frekari neyðarlán.Katseli sagði þó að henni þætti ekki líklegt að Grikkir lentu í greiðslufalli en að ástandið væri samt grafalvarlegt og allar líkur væru á að það myndi versna enn frekar. Ummælin hennar koma í kjölfar sáttatillögu forsætisráðherrans sem hann lagði fram í símtali við Þýskalandskanslara Angelu Merkel og forseta Frakklands Francois Hollande sem og Jean-Claude Junker.Louka Katseli, bankastjórivísir/EPA„Forsætisráðherrann kynnti leiðtogunum þremur tillögur Grikklands sem eru öllum til heilla og hægja ekki á úrvinnslu vandans,“ sagði forsætisráðherra Tsipras í tilkynningu af því tilefni. „Ég tel að heilbrigð skynsemi muni verða ofan á og að samkomulag náist, vegna þess að ég get ekki séð af hverju félagar okkar og kröfuhafar grískra stjórnvalda ættu ekki að geta mótað lausn,“ sagði bankastjórinn Kasteli í samtali við erlenda fjölmiðla. Hún sagði að ef Grikkir þyrftu að segja skilið við evruna og ef ríkið yrði lýst gjaldþrota, þá myndu fjárfestar strax gera áhlaup á næstveikasta hagkerfið á evrusvæðinu eða jafnvel sjálfa evruna. Hagfræðingar óttast að Grikkir neyðist til að ganga úr evrusamstarfinu, geti þeir ekki greitt lánið til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir 30. júní næstkomandi. Grikkland Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Louka Katseli, bankastjóri Landsbanka Grikklands, stærsta banka landsins, segir að það yrði „brjálæði“ ef grísk stjórnvöld kæmust ekki að samkomulagi við lánardrottna sína um skuldavanda landsins. Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tipras, gengur til fundar við ráðamenn 18 annarra Evrópuríkja í Brussel en þar hefur verið boðað til neyðarfundar á morgun þar sem reynt verður að ná samkomulagi um skuldavanda Grikklands. Grikkir eiga að standa skil á 1,6 milljarða evra afborgun af láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir lok mánaðarins. Til þess að geta það verða þeir að fá frekari neyðarlán.Katseli sagði þó að henni þætti ekki líklegt að Grikkir lentu í greiðslufalli en að ástandið væri samt grafalvarlegt og allar líkur væru á að það myndi versna enn frekar. Ummælin hennar koma í kjölfar sáttatillögu forsætisráðherrans sem hann lagði fram í símtali við Þýskalandskanslara Angelu Merkel og forseta Frakklands Francois Hollande sem og Jean-Claude Junker.Louka Katseli, bankastjórivísir/EPA„Forsætisráðherrann kynnti leiðtogunum þremur tillögur Grikklands sem eru öllum til heilla og hægja ekki á úrvinnslu vandans,“ sagði forsætisráðherra Tsipras í tilkynningu af því tilefni. „Ég tel að heilbrigð skynsemi muni verða ofan á og að samkomulag náist, vegna þess að ég get ekki séð af hverju félagar okkar og kröfuhafar grískra stjórnvalda ættu ekki að geta mótað lausn,“ sagði bankastjórinn Kasteli í samtali við erlenda fjölmiðla. Hún sagði að ef Grikkir þyrftu að segja skilið við evruna og ef ríkið yrði lýst gjaldþrota, þá myndu fjárfestar strax gera áhlaup á næstveikasta hagkerfið á evrusvæðinu eða jafnvel sjálfa evruna. Hagfræðingar óttast að Grikkir neyðist til að ganga úr evrusamstarfinu, geti þeir ekki greitt lánið til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir 30. júní næstkomandi.
Grikkland Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira