Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í austurríska kappaksturinn, en liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð annar.
Sjá einnig: Nico Rosberg vann í Austurríki
Þeir Rosberg og Hamilton hafa verið í áskrift af fyrstu tveimur sætunum í þeim kappökstrum sem búnir eru. Rosberg stal forystunni af Hamilton strax í ræsingu og hélt því út til enda.
Sjá einnig: Lowe: Bjuggum okkur undir harða keppni við Ferrari
Kimi Raikkonen og Fernando Alonso lentu í vandræðum, en þeir klesstu á hvorn annan. Nokkuð furðulegt atvik, en allt þetta og margt fleira má sjá í myndbandspilaranum hér ofar í fréttinni.

