Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar í Rosenborg eru með fimm stiga forskot á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 2-0 útisigur á Sarpsborg 08 í dag.
Hólmar Örn Eyjólfsson lék sem fyrr í miðri vörn toppliðsins en hann er fastamaður í besta liði Noregs. Hólmar Örn spilaði með gult spjald í 33 mínútur en kláraði engu að síður leikinn.
Rosenborg hélt hreinu í fyrsta sinn síðan í maí en liðið hefur unnið 10 af 13 fyrstu deildarleikjum sínum á leiktíðinni og hefur þremur stigum meira en Stabæk sem er í 2. sætinu.
Pål André Helland skoraði fyrra markið á 40. mínútu og Mike Jensen það síðara á 66. mínútu.
