Keppinautur Audi Allroad frá Mercedes Benz Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2015 10:25 Audi Allroad árgerð 2013. Mercedes Benz íhugar þessa dagana að framleiða bíl sem keppa á við hinn vel heppnaða Audi Allroad sem selst hefur vel frá upphafi. Yrði slíkur bíll frá Mercedes Benz byggður á annaðhvort C-Class eða E-Class bílunum og stæði hærra á vegi en grunngerðirnar, líkt og Audi A6 og A4 Allroad bílarnir gera. Í þessum flokki bíla hafa hingað til söluhæstu bílgerðirnar verið Audi Allroad, Volvo XC70 Cross Country og Subaru Outback þó svo fleiri bílaframleiðendur hafi teflt fram bílum í þessum flokki, en með minni árangri. Mercedes Benz hefur að undanförnu fjölgað mjög bílgerðum sínum og teflir fyrirtækið fram bílum í flestum flokkum bíla, en þó ekki í þessum flokki og nú ætlar Benz að bæta úr því og láta keppinautinn Audi ekki eftir sviðið. Þó svo að Audi Allroad seljist vel í Evrópu hefur sala hans í Bandaríkjunum aldrei náð neinu flugi og mest seldist af bílnum árið 2013, eða 5.300 eintök, sem ekki telst mikið á þessum stóra bílamarkaði. Ástæða þess er sú að Bandaríkjamenn hafa aldrei verið aðdáendur station-bíla, heldur hafa frekar valið jeppa og jepplinga. Þetta þekkja þeir hjá Mercedes Benz og hafa því ekki í hyggju að bjóða keppinaut Audi Allroad vestanhafs. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Mercedes Benz íhugar þessa dagana að framleiða bíl sem keppa á við hinn vel heppnaða Audi Allroad sem selst hefur vel frá upphafi. Yrði slíkur bíll frá Mercedes Benz byggður á annaðhvort C-Class eða E-Class bílunum og stæði hærra á vegi en grunngerðirnar, líkt og Audi A6 og A4 Allroad bílarnir gera. Í þessum flokki bíla hafa hingað til söluhæstu bílgerðirnar verið Audi Allroad, Volvo XC70 Cross Country og Subaru Outback þó svo fleiri bílaframleiðendur hafi teflt fram bílum í þessum flokki, en með minni árangri. Mercedes Benz hefur að undanförnu fjölgað mjög bílgerðum sínum og teflir fyrirtækið fram bílum í flestum flokkum bíla, en þó ekki í þessum flokki og nú ætlar Benz að bæta úr því og láta keppinautinn Audi ekki eftir sviðið. Þó svo að Audi Allroad seljist vel í Evrópu hefur sala hans í Bandaríkjunum aldrei náð neinu flugi og mest seldist af bílnum árið 2013, eða 5.300 eintök, sem ekki telst mikið á þessum stóra bílamarkaði. Ástæða þess er sú að Bandaríkjamenn hafa aldrei verið aðdáendur station-bíla, heldur hafa frekar valið jeppa og jepplinga. Þetta þekkja þeir hjá Mercedes Benz og hafa því ekki í hyggju að bjóða keppinaut Audi Allroad vestanhafs.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent