Þrýst á Evrópusambandið um strangt viðmið útblásturs bíla Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2015 10:05 Evrópusambandið er undir þrýstingu um strangar reglur vegna útblásturs bíla. Fjórar Evrópuþjóðir og fjölmargir stjórnmálamenn annarra landa álfunnar hafa hvatt Evrópusambandið til að setja afar strangar viðmiðanir vegna útblásturs bíla fyrir árið 2025. Síðasta reglugerð Evrópusambandsins var til 2021 og þar var bílaframleiðendum sett það markmið að allir bílar þeirra mengi að hámarki 95 g af CO2 að meðaltali. Þegar þetta viðmið var sett voru uppi áform Evrópusambandsins að setja enn strangari viðmið en ákvörðun tekin um þessa tölu vegna mikils þrýstings frá þýsku bílaframleiðendunum. Núna hafa þeir stjórnmálamenn sem þrýsta á um mun strangar viðmið, og eru úr röðum grænna flokka þessara landa, lagt til að viðmiðið verði sett á bilinu 68 til 78 g af CO2. Búast má við því að slíkum viðmiðunum verði mótmælt af mörgum bílaframleiðendum. Evrópusambandið mun tilkynna um nýtt viðmið fyrir árið 2025 á næsta ári. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent
Fjórar Evrópuþjóðir og fjölmargir stjórnmálamenn annarra landa álfunnar hafa hvatt Evrópusambandið til að setja afar strangar viðmiðanir vegna útblásturs bíla fyrir árið 2025. Síðasta reglugerð Evrópusambandsins var til 2021 og þar var bílaframleiðendum sett það markmið að allir bílar þeirra mengi að hámarki 95 g af CO2 að meðaltali. Þegar þetta viðmið var sett voru uppi áform Evrópusambandsins að setja enn strangari viðmið en ákvörðun tekin um þessa tölu vegna mikils þrýstings frá þýsku bílaframleiðendunum. Núna hafa þeir stjórnmálamenn sem þrýsta á um mun strangar viðmið, og eru úr röðum grænna flokka þessara landa, lagt til að viðmiðið verði sett á bilinu 68 til 78 g af CO2. Búast má við því að slíkum viðmiðunum verði mótmælt af mörgum bílaframleiðendum. Evrópusambandið mun tilkynna um nýtt viðmið fyrir árið 2025 á næsta ári.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent