Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Karl Lúðvíksson skrifar 28. júní 2015 13:00 68 sm urriði sem tók í Ölfusvatnsárós Mynd: BMJ Það hafa eflaust margir veiðimenn heyrt talað um veiðisvæðin sem Ion hótel er með á sínum snærum en líklega færri veitt þau. Þetta svæði sem nær til veiðistaða eins og Þorsteinsvík, Ölfusvatnsós og Villingavatnárós er að öðrum silungsveiðisvæðum ólöstuðum alveg magnað svæði að veiða. Þorsteinsvík kraumar af fiski, bæði bleikju og stórum urriða, og þar þarf að nálgast fiskinn afskaplega varlega og helst með nettan búnað og litlar flugur. Það þarf ekki mikið til að styggja fiskinn svo veiðimönnum er bent á að vaða aldei út í vatnið og láta almennt mjög lítið fyrir sér fara á bakkanum. Hlýtt vatnið dregur til sín urriða og bleikju sem kunna afskaplega vel við sig á þessum hlýja stað og það er alveg furðulegt að sjá bleikjur synda inní pínu vík austanmegin í Þorsteinsvík því vatnið inní víkinni er hlýtt eins og mildur heitur pottur. Þarna má sjá fiska stökkva og bylta sér um allt á góðum degi og veiðin er góð eftir því og svæðið eftirsótt til veiða. Skylda er að sleppa fiskinum og hafa veiðimenn tekið þeirri reglu afskaplega vel því sú friðun á urriðanum sem hefur verið við lýði er það sem gerir fiskinn stórann og veiðivon góða því flesta daga er nóg af fiski. Ölfusvatnsárós er svo annað svæði sem heyrir undir Ion og það er ekkert síður magnað að veiða það. Þetta er löng strönd þar sem tvær ár með nokkru millibili renna í Þingvallavatn. Þarna í ósum ánna bunkast urriðinn upp og með stökkum og veltum fer ekkert á milli mála að hann kann vel við sig þarna. Með nettum taum, línu 6# og litlum flugum er þetta ævintýri hvers fluguveiðimanns. Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Skemmtikvöld á morgun hjá SVFR Veiði Nýtt frítt veftímarit um sportveiði Veiði Rangárnar standa upp úr í sumar Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur á rólegu sumri Veiði Annað tölublað af Veiðislóð komið út Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði
Það hafa eflaust margir veiðimenn heyrt talað um veiðisvæðin sem Ion hótel er með á sínum snærum en líklega færri veitt þau. Þetta svæði sem nær til veiðistaða eins og Þorsteinsvík, Ölfusvatnsós og Villingavatnárós er að öðrum silungsveiðisvæðum ólöstuðum alveg magnað svæði að veiða. Þorsteinsvík kraumar af fiski, bæði bleikju og stórum urriða, og þar þarf að nálgast fiskinn afskaplega varlega og helst með nettan búnað og litlar flugur. Það þarf ekki mikið til að styggja fiskinn svo veiðimönnum er bent á að vaða aldei út í vatnið og láta almennt mjög lítið fyrir sér fara á bakkanum. Hlýtt vatnið dregur til sín urriða og bleikju sem kunna afskaplega vel við sig á þessum hlýja stað og það er alveg furðulegt að sjá bleikjur synda inní pínu vík austanmegin í Þorsteinsvík því vatnið inní víkinni er hlýtt eins og mildur heitur pottur. Þarna má sjá fiska stökkva og bylta sér um allt á góðum degi og veiðin er góð eftir því og svæðið eftirsótt til veiða. Skylda er að sleppa fiskinum og hafa veiðimenn tekið þeirri reglu afskaplega vel því sú friðun á urriðanum sem hefur verið við lýði er það sem gerir fiskinn stórann og veiðivon góða því flesta daga er nóg af fiski. Ölfusvatnsárós er svo annað svæði sem heyrir undir Ion og það er ekkert síður magnað að veiða það. Þetta er löng strönd þar sem tvær ár með nokkru millibili renna í Þingvallavatn. Þarna í ósum ánna bunkast urriðinn upp og með stökkum og veltum fer ekkert á milli mála að hann kann vel við sig þarna. Með nettum taum, línu 6# og litlum flugum er þetta ævintýri hvers fluguveiðimanns.
Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Skemmtikvöld á morgun hjá SVFR Veiði Nýtt frítt veftímarit um sportveiði Veiði Rangárnar standa upp úr í sumar Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur á rólegu sumri Veiði Annað tölublað af Veiðislóð komið út Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði