Lilleström og Odd skildu jöfn, 1-1, í norsku úrvalsdeildinni í dag. Rúnar Kristinsson er þjálfari Liellström.
Odd komst yfir í leiknum með marki Olivier Occean en Moryke Fofana jafnaði metin fyrir Lilleström með marki úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks.
Finnur Orri Margeirsson spilaði allan leikinn á miðjunni fyrir Lilleström en Árni Vilhjálmsson er enn frá vegna meiðsla.
Þetta er annað jafntefli Lilleström í röð en liðið hefur nú aðeins tapað einum leik af síðustu sjö í norsku úrvalsdeildinni. Lilleström er í áttunda sæti deildarinnar með 20 stig.
Þá var einnig spilað í norsku B-deildinni. Hannes Þór Halldórsson stóð í marki Sandnes Ulf er liðið vann Strömmen, 3-1. Sandnes Ulf er í öru sæti með 24 stig, tíu stigum á eftir toppliði Sogndal.
