300 störf hjá Actavis flutt frá Íslandi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 29. júní 2015 10:57 300 störf verða flutt úr landi. vísir 300 störf hjá Actavis munu verða flutt úr landi á næstu árum þegar framleiðsla lyfja verður færð frá Íslandi til annarra landa þar sem fyrirtækið hefur starfsemi. Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar á Íslandi verði lögð niður um mitt ár 2017. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að þetta sé gert í hagræðingarskyni og sé liður í því að tryggja samkeppnishæfni fyrirtækisins á alþjóðavettvangi. Actavis mun halda áfram annarri starfsemi hér á landi en samkvæmt tilkynningunni starfa um 400 manns hjá Actavis á Íslandi við annað en framleiðslu lyfja. Fulltrúi Actavis vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins á meðan forstjóri fyrirtækisins fundar með starfsmönnum. Von er á að fundað verði til klukkan þrjú í dag. Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin endurspegli ekki frammistöðu starfsmanna enda hafi framleiðslueiningin á Íslandi skilað framúrskarandi árangri undanfarin ár og verið til fyrirmyndar þegar komi að gæðastjórnun, öryggismálum og þjónustu við viðskiptavini. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma til móts við starfsfólk okkar til að auðvelda aðlögun að breyttum aðstæðum. Við munum veita stuðning, bjóða upp á þjálfun og umbuna starfsfólkinu sérstaklega fyrir að vinna með okkur í gegnum þessar breytingar. Að lokum vil ég leggja áherslu á að við erum ekki að fara frá Íslandi – við munum halda áfram að byggja upp þær öflugu einingar sem hér starfa svo sem á sviði þróunar, skráninga, gæðamála, fjármála og sölu- og markaðsmála. Þá verða höfuðstöðvar Medis áfram hér á landi.“Fréttatilkynning Actavis í heild sinni Actavis endurskipuleggur starfsemi sína á Íslandi -Framleiðsla lyfjaverksmiðjunnar verður flutt frá Íslandi til framleiðslueininga erlendis árið 2017 -Önnur starfsemi á Íslandi verður óbreytt Actavis tilkynnti í dag að ákvörðun hefur verið tekin um að færa framleiðslu lyfjaverksmiðjunnar á Íslandi til annarra framleiðslueininga samstæðunnar. Þetta er gert í hagræðingarskyni og er liður í því að tryggja samkeppnishæfni fyrirtækisins á alþjóðavettvangi. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á starfseminni á næstunni og mun þessi ákvörðun ekki hafa áhrif á störf hjá framleiðslueiningunni að svo stöddu en fyrstu breytinga fer að gæta í árslok 2016 þegar fyrstu áfangar í flutningi framleiðslunnar hefjast. Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar á Íslandi verði lögð niður um mitt ár 2017. Önnur starfsemi á Íslandi verður óbreytt en hérlendis er fjölbreytt alþjóðleg starfsemi, m.a. á sviði lyfjaþróunar fyrir alþjóðamarkaði, skráningarsvið sem ber ábyrgð á skráningum og viðhaldi markaðsleyfa út um allan heim, alþjóðlegt gæðasvið og fjármálasvið, auk sölu- og markaðssviðs sem sinnir Íslandsmarkaði, sem og ýmis stoðsvið. Þá eru hér á landi höfuðstöðvar Medis, dótturfélags fyrirtækisins, sem selur lyf og lyfjahugvit Actavis til annarra lyfjafyrirtækja. Um það bil 300 starfsmenn eru hjá framleiðslueiningunni á Íslandi en um það bil 400 starfsmenn í öðrum einingum fyrirtækisins hér á landi. Actavis hefur farið í gegnum margvíslegar breytingar á undanförnum árum með yfirtökum og samrunum innan lyfjageirans. Eftir nýlegan samruna við bandaríska frumlyfjafyrirtækið Allergan hefur fyrirtækið breyst frá því að vera öflugt samheitalyfjafyrirtæki í leiðandi alhliða lyfjafyrirtæki sem sinnir jöfnum höndum þróun, framleiðslu og markaðssetningu frumlyfja, samheitalyfja, lausasölulyfja og líftæknilyfja. Í dag er fyrirtækið orðið eitt af 10 stærstu lyfjafyrirtækjum í heimi, með starfsemi í 100 löndum og yfir 30.000 starfsmenn. Að undanförnu hefur verið unnið að yfirgripsmikilli greiningu á framleiðslustarfsemi samstæðunnar víða um heim til þess að hámarka nýtingu á framleiðslugetu samstæðunnar. Niðurstöður þeirrar úttektar eru þær að aðrar verksmiðjur samstæðunnar hafa svigrúm til að taka við þeim vörum sem framleiddar eru á Íslandi. Með viðbótarnýtingu tækja og mannafla, hagstæðu rekstrarumhverfi og auknu framleiðslumagni eykst hagræðing til muna. Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar segir: „Ég vil taka sérstaklega fram að þessi ákvörðun endurspeglar ekki frammistöðu starfsmanna enda hefur framleiðslueiningin á Íslandi skilað framúrskarandi árangri undanfarin ár og verið til fyrirmyndar þegar kemur að gæðastjórnun, öryggismálum og þjónustu við viðskiptavini. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma til móts við starfsfólk okkar til að auðvelda aðlögun að breyttum aðstæðum. Við munum veita stuðning, bjóða upp á þjálfun og umbuna starfsfólkinu sérstaklega fyrir að vinna með okkur í gegnum þessar breytingar. Að lokum vil ég leggja áherslu á að við erum ekki að fara frá Íslandi – við munum halda áfram að byggja upp þær öflugu einingar sem hér starfa svo sem á sviði þróunar, skráninga, gæðamála, fjármála og sölu- og markaðsmála. Þá verða höfuðstöðvar Medis áfram hér á landi.“Um samstæðunaMóðurfélag Actavis, sem tók nýlega upp nafnið Allergan plc (NYSE: AGN), er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu frumlyfja, samheitalyfja, lausasölulyfja og líftæknilyfja. Fyrirtækið er í dag eitt af 10 stærstu lyfjafyrirtækjum í heimi með starfsemi í 100 löndum, um 30 þúsund starfsmenn, 40 verksmiðjur víða um heim og öfluga rannsóknar- og þróunargetu. Áætlaðar tekjur félagsins fyrir árið 2015 eru um 23 milljarðar dala. Höfuðstöðvar félagsins eru í Dublin á Írlandi en höfuðstöðvar stjórnunar í New Jersey í Bandaríkjunum. Félagið er skráð undir merkjum Allergan í kauphöllinni í New York. Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
300 störf hjá Actavis munu verða flutt úr landi á næstu árum þegar framleiðsla lyfja verður færð frá Íslandi til annarra landa þar sem fyrirtækið hefur starfsemi. Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar á Íslandi verði lögð niður um mitt ár 2017. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að þetta sé gert í hagræðingarskyni og sé liður í því að tryggja samkeppnishæfni fyrirtækisins á alþjóðavettvangi. Actavis mun halda áfram annarri starfsemi hér á landi en samkvæmt tilkynningunni starfa um 400 manns hjá Actavis á Íslandi við annað en framleiðslu lyfja. Fulltrúi Actavis vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins á meðan forstjóri fyrirtækisins fundar með starfsmönnum. Von er á að fundað verði til klukkan þrjú í dag. Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin endurspegli ekki frammistöðu starfsmanna enda hafi framleiðslueiningin á Íslandi skilað framúrskarandi árangri undanfarin ár og verið til fyrirmyndar þegar komi að gæðastjórnun, öryggismálum og þjónustu við viðskiptavini. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma til móts við starfsfólk okkar til að auðvelda aðlögun að breyttum aðstæðum. Við munum veita stuðning, bjóða upp á þjálfun og umbuna starfsfólkinu sérstaklega fyrir að vinna með okkur í gegnum þessar breytingar. Að lokum vil ég leggja áherslu á að við erum ekki að fara frá Íslandi – við munum halda áfram að byggja upp þær öflugu einingar sem hér starfa svo sem á sviði þróunar, skráninga, gæðamála, fjármála og sölu- og markaðsmála. Þá verða höfuðstöðvar Medis áfram hér á landi.“Fréttatilkynning Actavis í heild sinni Actavis endurskipuleggur starfsemi sína á Íslandi -Framleiðsla lyfjaverksmiðjunnar verður flutt frá Íslandi til framleiðslueininga erlendis árið 2017 -Önnur starfsemi á Íslandi verður óbreytt Actavis tilkynnti í dag að ákvörðun hefur verið tekin um að færa framleiðslu lyfjaverksmiðjunnar á Íslandi til annarra framleiðslueininga samstæðunnar. Þetta er gert í hagræðingarskyni og er liður í því að tryggja samkeppnishæfni fyrirtækisins á alþjóðavettvangi. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á starfseminni á næstunni og mun þessi ákvörðun ekki hafa áhrif á störf hjá framleiðslueiningunni að svo stöddu en fyrstu breytinga fer að gæta í árslok 2016 þegar fyrstu áfangar í flutningi framleiðslunnar hefjast. Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar á Íslandi verði lögð niður um mitt ár 2017. Önnur starfsemi á Íslandi verður óbreytt en hérlendis er fjölbreytt alþjóðleg starfsemi, m.a. á sviði lyfjaþróunar fyrir alþjóðamarkaði, skráningarsvið sem ber ábyrgð á skráningum og viðhaldi markaðsleyfa út um allan heim, alþjóðlegt gæðasvið og fjármálasvið, auk sölu- og markaðssviðs sem sinnir Íslandsmarkaði, sem og ýmis stoðsvið. Þá eru hér á landi höfuðstöðvar Medis, dótturfélags fyrirtækisins, sem selur lyf og lyfjahugvit Actavis til annarra lyfjafyrirtækja. Um það bil 300 starfsmenn eru hjá framleiðslueiningunni á Íslandi en um það bil 400 starfsmenn í öðrum einingum fyrirtækisins hér á landi. Actavis hefur farið í gegnum margvíslegar breytingar á undanförnum árum með yfirtökum og samrunum innan lyfjageirans. Eftir nýlegan samruna við bandaríska frumlyfjafyrirtækið Allergan hefur fyrirtækið breyst frá því að vera öflugt samheitalyfjafyrirtæki í leiðandi alhliða lyfjafyrirtæki sem sinnir jöfnum höndum þróun, framleiðslu og markaðssetningu frumlyfja, samheitalyfja, lausasölulyfja og líftæknilyfja. Í dag er fyrirtækið orðið eitt af 10 stærstu lyfjafyrirtækjum í heimi, með starfsemi í 100 löndum og yfir 30.000 starfsmenn. Að undanförnu hefur verið unnið að yfirgripsmikilli greiningu á framleiðslustarfsemi samstæðunnar víða um heim til þess að hámarka nýtingu á framleiðslugetu samstæðunnar. Niðurstöður þeirrar úttektar eru þær að aðrar verksmiðjur samstæðunnar hafa svigrúm til að taka við þeim vörum sem framleiddar eru á Íslandi. Með viðbótarnýtingu tækja og mannafla, hagstæðu rekstrarumhverfi og auknu framleiðslumagni eykst hagræðing til muna. Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar segir: „Ég vil taka sérstaklega fram að þessi ákvörðun endurspeglar ekki frammistöðu starfsmanna enda hefur framleiðslueiningin á Íslandi skilað framúrskarandi árangri undanfarin ár og verið til fyrirmyndar þegar kemur að gæðastjórnun, öryggismálum og þjónustu við viðskiptavini. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma til móts við starfsfólk okkar til að auðvelda aðlögun að breyttum aðstæðum. Við munum veita stuðning, bjóða upp á þjálfun og umbuna starfsfólkinu sérstaklega fyrir að vinna með okkur í gegnum þessar breytingar. Að lokum vil ég leggja áherslu á að við erum ekki að fara frá Íslandi – við munum halda áfram að byggja upp þær öflugu einingar sem hér starfa svo sem á sviði þróunar, skráninga, gæðamála, fjármála og sölu- og markaðsmála. Þá verða höfuðstöðvar Medis áfram hér á landi.“Um samstæðunaMóðurfélag Actavis, sem tók nýlega upp nafnið Allergan plc (NYSE: AGN), er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu frumlyfja, samheitalyfja, lausasölulyfja og líftæknilyfja. Fyrirtækið er í dag eitt af 10 stærstu lyfjafyrirtækjum í heimi með starfsemi í 100 löndum, um 30 þúsund starfsmenn, 40 verksmiðjur víða um heim og öfluga rannsóknar- og þróunargetu. Áætlaðar tekjur félagsins fyrir árið 2015 eru um 23 milljarðar dala. Höfuðstöðvar félagsins eru í Dublin á Írlandi en höfuðstöðvar stjórnunar í New Jersey í Bandaríkjunum. Félagið er skráð undir merkjum Allergan í kauphöllinni í New York.
Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira