Landsliðsmaðurinn Kári Árnason er genginn í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins Malmö frá Rotherham. Félagaskiptin voru staðfest á heimasíðu Malmö nú rétt í þessu.
Kári skrifaði undir tveggja ára samning við Malmö en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp.
Kári, sem er 32 ára, þekkir vel til í Svíþjóð en hann lék með Djurgården um þriggja ára skeið, 2004-06, og varð tvöfaldur meistari með liðinu 2005
Kári hefur einnig leikið með AGF, Esbjerg, Plymouth og Aberdeen á atvinnumannaferlinum en hann er uppalinn Víkingur.
Malmö er ríkjandi meistari í Svíþjóð en liðið tók þátt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í vetur.
Malmö er sem stendur í 4. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði IFK Göteborg.
Kári til sænsku meistaranna
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn

Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn



Aron Einar með en enginn Gylfi
Fótbolti

Svona var blaðamannafundur Arnars
Fótbolti


Fleiri fréttir
