Breska ríkið er sagt stefna að því að selja sjónvarpsstöðina Channel 4 fyrir einn milljarð punda eða ríflega 200 milljarða íslenskra króna. Þessu er haldið fram í The Daily Mail.
Sjónvarpsstöðin er í eigu ríkisins en fjármögnuð með auglýsingatekjum. Fjölmargar tilraunir hafa verið gerðar til að einkavæða sjónvarpsstöðina frá því henni var komið á fót árið 1982.
Frjálslyndir demókratar lögðust gegn hugmyndum Íhaldsflokksins um að einkvæða stöðina í tíð síðustu ríkisstjórnar en nú er Íhaldsflokkurinn einn í ríkisstjórn.
Neville-Rolfe, aðstoðarráðmenntamálaráðherra Bretlands, segir þó ekki á dagskrá „eins og er“ að selja Channel 4 samkvæmt því sem fram kemur í The Guardian.
Í skriflegu svari til breska þingsins segir hún að verið sé að bíða eftir skýrslu Ofcom, sem hefur yfirumsjón með sjónvarpsútsendingum á Bretlandi, áður en frekari ákvarðanir verði teknar.
Breska ríkið sagt ætla að selja Channel 4 fyrir milljarð punda
ingvar haraldsson skrifar

Mest lesið


Síðasti dropinn á sögulegri stöð
Viðskipti innlent

Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu
Viðskipti innlent

Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi
Viðskipti innlent

Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið
Viðskipti erlent



Ríkið eignast hlut í Norwegian
Viðskipti erlent

Svandís tekur við Fastus lausnum
Viðskipti innlent
