Góð opnun á urriðasvæðunum í Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 2. júní 2015 09:35 Veiði er hafin á urriðasvæðunum í Laxá og þrátt fyrir morgunverk veiðimanna sem fólust í því að skafa snjó af bílunum var veiðin góð. Veiðin fór fínt af stað í Laxárdalnum og Mývatnssveitinni þrátt fyrir að kuldi og norðanátt gerðu vistina aðeins erfiðari. Í Laxárdalnum veiddust um 50 sérstaklega vel haldnir urriðar. Meðalvigtin var há og urriðinn óvenju kviðsiginn miðað við árstíma. Í Mývatnssveitinni veiddust um 240 urriðar. Fiskarnir á efra svæðinu koma líka mjög vel undan vetri. Það voru fiskar skráðir til bókar á öllum svæðum og menn létu vel af vistinni þrátt fyrir norðanbarninginn. Stærstu fiskarnir á svæðunum voru um 65 cm og fiskarnir tóku bæði púpur og straumflugur á víxl samkvæmt vef SVFR. Spáin framundan er svipuð og hefur verið síðustu daga svo veiðimenn þurfa að búa sig eins og um haustveiði væri að ræða. Veiðin á landinu er vonandi víðar að komast í gang en kuldinn hefur haft mikil áhrif á bráð og veiðimenn og nokkuð víst að lónbúinn sem og veiðimaður, já og líklega landsmenn allir, bíða með óþreyju eftir sumri. Stangveiði Mest lesið Lítið að gerast í Stóru Laxá Veiði Líflegur markaður með villibráð Veiði Þegar stóru hængarnir fara á stjá Veiði Henrik Mortensen snýr aftur með kastnámskeið Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Brúará er komin í gang Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Af góðum árum, vondum árum og meðaltölum í laxveiði Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði
Veiði er hafin á urriðasvæðunum í Laxá og þrátt fyrir morgunverk veiðimanna sem fólust í því að skafa snjó af bílunum var veiðin góð. Veiðin fór fínt af stað í Laxárdalnum og Mývatnssveitinni þrátt fyrir að kuldi og norðanátt gerðu vistina aðeins erfiðari. Í Laxárdalnum veiddust um 50 sérstaklega vel haldnir urriðar. Meðalvigtin var há og urriðinn óvenju kviðsiginn miðað við árstíma. Í Mývatnssveitinni veiddust um 240 urriðar. Fiskarnir á efra svæðinu koma líka mjög vel undan vetri. Það voru fiskar skráðir til bókar á öllum svæðum og menn létu vel af vistinni þrátt fyrir norðanbarninginn. Stærstu fiskarnir á svæðunum voru um 65 cm og fiskarnir tóku bæði púpur og straumflugur á víxl samkvæmt vef SVFR. Spáin framundan er svipuð og hefur verið síðustu daga svo veiðimenn þurfa að búa sig eins og um haustveiði væri að ræða. Veiðin á landinu er vonandi víðar að komast í gang en kuldinn hefur haft mikil áhrif á bráð og veiðimenn og nokkuð víst að lónbúinn sem og veiðimaður, já og líklega landsmenn allir, bíða með óþreyju eftir sumri.
Stangveiði Mest lesið Lítið að gerast í Stóru Laxá Veiði Líflegur markaður með villibráð Veiði Þegar stóru hængarnir fara á stjá Veiði Henrik Mortensen snýr aftur með kastnámskeið Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Brúará er komin í gang Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Af góðum árum, vondum árum og meðaltölum í laxveiði Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði