Renault með 600.000 króna bíl á Indlandsmarkað Finnur Thorlacius skrifar 2. júní 2015 09:40 Renault Kwid er með öryggispúðum og leiðsögukerfi. Þó svo að Nissan hafi mislukkast að markaðssetja mjög ódýran bíl í Indlandi með bíl sem þeir settu Datsun merkið ætlar Renault að reyna það. Það sem gæti þó riðið baggamuninn er að þessi bíll er miklu mun betur búinn og verður til að mynda öryggispúðum og leiðsögukerfi. Bíllinn mun heita þvi einkennilega nafni Kwid og kosta aðeins 600.000 krónur í Indlandi. Suzuki býður reyndar ódýrari bíl en þetta en Suzuki Alto kostar þar aðeins 500.000 krónur en Suzuki hefur lukkast gríðarvel að selja bíla í Indlandi og er einn stærsti bílasali í Indlandi. Renault ætlar að byrja að selja Kwid í september á þessu ári. Datsun bílinn sem heitir Go hefur aðeins selst í 16.000 eintökum frá því Nissan hóf sölu hans á síðasta ári en það er minni sala en Suzuki Alto nær í hverjum mánuði. Renault ætlar að taka Indlandsmarkaðinn með trompi og ætlar að vera komið með 280 sölustaði Renault bíla strax á næsta ári, en er nú með 157 sölustaði. Tata Motors í Indlandi hefur einnig reynt að markaðssetja Nano bíl sinn í heimalandinu en hefur ekki náð þeirri miklu sölu sem fyrirtækið stefndi að og nýjasta útspil þeirra er að bjóða Nano bílinn með sjálfskiptingu á ríflega 500.000 krónur. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent
Þó svo að Nissan hafi mislukkast að markaðssetja mjög ódýran bíl í Indlandi með bíl sem þeir settu Datsun merkið ætlar Renault að reyna það. Það sem gæti þó riðið baggamuninn er að þessi bíll er miklu mun betur búinn og verður til að mynda öryggispúðum og leiðsögukerfi. Bíllinn mun heita þvi einkennilega nafni Kwid og kosta aðeins 600.000 krónur í Indlandi. Suzuki býður reyndar ódýrari bíl en þetta en Suzuki Alto kostar þar aðeins 500.000 krónur en Suzuki hefur lukkast gríðarvel að selja bíla í Indlandi og er einn stærsti bílasali í Indlandi. Renault ætlar að byrja að selja Kwid í september á þessu ári. Datsun bílinn sem heitir Go hefur aðeins selst í 16.000 eintökum frá því Nissan hóf sölu hans á síðasta ári en það er minni sala en Suzuki Alto nær í hverjum mánuði. Renault ætlar að taka Indlandsmarkaðinn með trompi og ætlar að vera komið með 280 sölustaði Renault bíla strax á næsta ári, en er nú með 157 sölustaði. Tata Motors í Indlandi hefur einnig reynt að markaðssetja Nano bíl sinn í heimalandinu en hefur ekki náð þeirri miklu sölu sem fyrirtækið stefndi að og nýjasta útspil þeirra er að bjóða Nano bílinn með sjálfskiptingu á ríflega 500.000 krónur.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent