Hamilton: Ég stefni á að vinna í Kanada Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. júní 2015 22:00 Lewis Hamilton vann síðast í Kanada árið 2012 þá á McLaren. Vísir/Getty Lewis Hamilton hefur átt afar góðu gengi að fagna í Kanada á undanförnum árum. Hann stefnir á að snúa aftur til vinnandi vegar eftir vonbrigðin í Mónakó. Ríkjandi heimsmeistarinn segist búinn að yfirstíga vonbrigðin og stefna ótrauður á að vinna kanadíska kappaksturinn. „Ég held að það sé ekkert meira að segja um Mónakó. Augljóslega var keppnin mikil vonbrigði fyrir mig og liðið. Við höfum lært af henni og höldum áfram í sameiningu að vanda,“ sagði Hamitlon. „Ég vil bara fara að komast á brautina og ég gæti varla óskað eftir betri stað til að snúa aftur til vinnandi vegar en Montreal. Þetta hefur alltaf verið ein af mínum uppáhalds helgum. Baráttan er skemmtileg á brautinni, borgin er mjög spennandi og áhorfendur eru svo ástríðufullir,“ bætti heimsmeistarinn við. Hamilton hefur reyndar einungis lokið keppni fjórum sinnum í sjö tilraunum í Kanada en af þeim fjórum sem hann hefur klárað hefur hann unnið þrjár. Keppnin sem hann vann ekki var ekki slæm en hann endaði þriðji þann sunnudaginn. „Ég hef ekki alltaf haft heppnina með mér hér - en ég hef aldrei komið í mark án þess að vera á verðlaunapalli svo ég á góðar minningar héðan, þar á meðal er fyrsta keppnin sem ég vann. Ég veit að bíllinn er góður og lætur vel af stjórn og liðið styður mig eins vel og hægt er, við getum unnið aftur hér og ég stefni ekki á neitt minna,“ sagði Hamilton að lokum. Formúla Tengdar fréttir Wolff: Við sögðum Hamilton að vera áfram úti Liðsstjóri Mercedes, Toto Wolff segir að Lewis Hamilton ökumaður liðsins hafi átt stóran þátt í því að hið örlagaríka þjónustuhlé fór fram. 29. maí 2015 08:00 Hamilton: Ég á meira inni Lewis Hamilton sýndi hvað hann getur á seinni æfingu gærdagsins. Hann var 0,7 sekúndum á undan liðsfélaga sínum hjá Mercedes, Nico Rosberg. 23. maí 2015 11:30 Bílskúrinn: Mercedes með martraðir Eftir rólega byrjun stóð Mónakó kappaksturinn undir væntingum hvað varðar glundroða og upplausn. Þvílíkir lokahringir sem leiddu til þess að Nico Rosberg vann og Sebastian Vettel varð í öðru sæti. 27. maí 2015 08:00 Hamilton finnst ótrúlegt að geta náð Senna Lewis Hamilton, ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 segir það ótrúlega tilfinningu að nálgast þá mögnuðu tölfræði sem Ayrton Senna náði á sínum ferli. 19. maí 2015 07:30 Wolff: Við misreiknuðum þjónustuhléið Nico Rosberg vann í Mónakó þriðja árið í röð og er þá kominn í hóp goðsagna á borð við Graham Hill, Ayrton Senna og Alain Prost. 24. maí 2015 18:30 Rosberg vann í Mónakó þriðja árið í röð Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í Mónakó þriðja árið í röð. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. 24. maí 2015 13:57 Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton hefur átt afar góðu gengi að fagna í Kanada á undanförnum árum. Hann stefnir á að snúa aftur til vinnandi vegar eftir vonbrigðin í Mónakó. Ríkjandi heimsmeistarinn segist búinn að yfirstíga vonbrigðin og stefna ótrauður á að vinna kanadíska kappaksturinn. „Ég held að það sé ekkert meira að segja um Mónakó. Augljóslega var keppnin mikil vonbrigði fyrir mig og liðið. Við höfum lært af henni og höldum áfram í sameiningu að vanda,“ sagði Hamitlon. „Ég vil bara fara að komast á brautina og ég gæti varla óskað eftir betri stað til að snúa aftur til vinnandi vegar en Montreal. Þetta hefur alltaf verið ein af mínum uppáhalds helgum. Baráttan er skemmtileg á brautinni, borgin er mjög spennandi og áhorfendur eru svo ástríðufullir,“ bætti heimsmeistarinn við. Hamilton hefur reyndar einungis lokið keppni fjórum sinnum í sjö tilraunum í Kanada en af þeim fjórum sem hann hefur klárað hefur hann unnið þrjár. Keppnin sem hann vann ekki var ekki slæm en hann endaði þriðji þann sunnudaginn. „Ég hef ekki alltaf haft heppnina með mér hér - en ég hef aldrei komið í mark án þess að vera á verðlaunapalli svo ég á góðar minningar héðan, þar á meðal er fyrsta keppnin sem ég vann. Ég veit að bíllinn er góður og lætur vel af stjórn og liðið styður mig eins vel og hægt er, við getum unnið aftur hér og ég stefni ekki á neitt minna,“ sagði Hamilton að lokum.
Formúla Tengdar fréttir Wolff: Við sögðum Hamilton að vera áfram úti Liðsstjóri Mercedes, Toto Wolff segir að Lewis Hamilton ökumaður liðsins hafi átt stóran þátt í því að hið örlagaríka þjónustuhlé fór fram. 29. maí 2015 08:00 Hamilton: Ég á meira inni Lewis Hamilton sýndi hvað hann getur á seinni æfingu gærdagsins. Hann var 0,7 sekúndum á undan liðsfélaga sínum hjá Mercedes, Nico Rosberg. 23. maí 2015 11:30 Bílskúrinn: Mercedes með martraðir Eftir rólega byrjun stóð Mónakó kappaksturinn undir væntingum hvað varðar glundroða og upplausn. Þvílíkir lokahringir sem leiddu til þess að Nico Rosberg vann og Sebastian Vettel varð í öðru sæti. 27. maí 2015 08:00 Hamilton finnst ótrúlegt að geta náð Senna Lewis Hamilton, ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 segir það ótrúlega tilfinningu að nálgast þá mögnuðu tölfræði sem Ayrton Senna náði á sínum ferli. 19. maí 2015 07:30 Wolff: Við misreiknuðum þjónustuhléið Nico Rosberg vann í Mónakó þriðja árið í röð og er þá kominn í hóp goðsagna á borð við Graham Hill, Ayrton Senna og Alain Prost. 24. maí 2015 18:30 Rosberg vann í Mónakó þriðja árið í röð Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í Mónakó þriðja árið í röð. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. 24. maí 2015 13:57 Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Wolff: Við sögðum Hamilton að vera áfram úti Liðsstjóri Mercedes, Toto Wolff segir að Lewis Hamilton ökumaður liðsins hafi átt stóran þátt í því að hið örlagaríka þjónustuhlé fór fram. 29. maí 2015 08:00
Hamilton: Ég á meira inni Lewis Hamilton sýndi hvað hann getur á seinni æfingu gærdagsins. Hann var 0,7 sekúndum á undan liðsfélaga sínum hjá Mercedes, Nico Rosberg. 23. maí 2015 11:30
Bílskúrinn: Mercedes með martraðir Eftir rólega byrjun stóð Mónakó kappaksturinn undir væntingum hvað varðar glundroða og upplausn. Þvílíkir lokahringir sem leiddu til þess að Nico Rosberg vann og Sebastian Vettel varð í öðru sæti. 27. maí 2015 08:00
Hamilton finnst ótrúlegt að geta náð Senna Lewis Hamilton, ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 segir það ótrúlega tilfinningu að nálgast þá mögnuðu tölfræði sem Ayrton Senna náði á sínum ferli. 19. maí 2015 07:30
Wolff: Við misreiknuðum þjónustuhléið Nico Rosberg vann í Mónakó þriðja árið í röð og er þá kominn í hóp goðsagna á borð við Graham Hill, Ayrton Senna og Alain Prost. 24. maí 2015 18:30
Rosberg vann í Mónakó þriðja árið í röð Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í Mónakó þriðja árið í röð. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. 24. maí 2015 13:57