Stefnumótaráð ömmu gömlu sigga dögg skrifar 10. júní 2015 14:30 Vísir/Getty Ung dama skrifaði nýlega grein fyrir Time tímaritið þar sem hún rekur skotheld stefnumótaráð sem hún fékk frá 85 ára gamalli ömmu sinni. Gamla veit hvað hún syngur enda upplifað tímana tvenna og eiga þessi ráð vel við í hröðu samfélagi nútímans þar sem fólk skýlir sér á bakvið ölkrúsir og snjallsímaskjá.10 skotheld stefnumótaráð frá langömmu þinni1. Finndu manneskju sem er auðmjúk og einlæg. Útlitið og starfstitill skapa ekki gildi manneskju heldur framkoma hennar gagnvart öðrum, veldu maka sem kemur vel fram við þjóna á veitingastöðum, það er slíkir litlir hlutir sem skipta máli í makavali2. Ræktaðu það sem þér þykir skemmtilegt og þá kynnistu fólki tengdu áhugamálinu Það getur verið erfitt að finna maka en þá er líka gott að rækta eigin áhugamál og þá er líklegra að þú finnir annað fólk sem hefur sömu áhugamál og þá strax er komin grundvöllur til frekari kynna3. Ef þú hefur áhuga, sýndu það þá Brostu til viðkomandi, veittu athygli, hlustaðu og biddu viðkomandi um að hitta þig, ekki gera ekki neitt4. Ekki stressa þig á merkimiðum Verið hreinskilin hvort við annað um hvar þið standið gagnvart hvort öðru og hvort þið séuð bara að hitta hvort annað, hitt kemur svo bara, hvort sem það sé facebook status eða heimsókn til tengdó5. Gerðu stefnumótið skemmtilegt Stefnumót þarf ekki að vera á fínum stað eða planað útí ystu æsar heldur þarf það bara að vera skemmtilegt þar sem báðir ná að njóta sín og umfram allt, kynnast6. Fyrsta snerting getur verið sms en næsta skref er að hittast Þú færð miklu betri tilfinningu fyrir fólki þegar þú hittir það í eigin persónu og því er gott að spjallið fari fram í persónu þó stefnumótastaður sé ákveðin rafræntVísir/Getty7. Virkjaðu vini þína Láttu orðið berast að þú sért í makaleit og þar geta vinir verið duglegir að koma með tillögur að vinum og kunningjum sem einnig eru á lausu8. Gefðu sjéns Ekki dæma af útliti einu saman eða facebook síðu heldur hittu manneskjuna og sjáðu hvernig og hvort þið smellið saman9. Stundum þarf að gefa eftir Sambönd snúast um málamiðlanir og það er alltaf gott að hafa í huga að fullkomnun er ekki til, fólk er fólk og það er allskonar10. Að vera samkvæmur sjálfum sér Fólk er ólíkt og hver og einn verður að vera trúr sjálfum sér en ekki þykjast vera einhver sem þú heldur að annarri manneskju líki vel við, þú ert þú og það er bara til eitt eintak af þér og það er besti kosturinn við þig Heilsa Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Ung dama skrifaði nýlega grein fyrir Time tímaritið þar sem hún rekur skotheld stefnumótaráð sem hún fékk frá 85 ára gamalli ömmu sinni. Gamla veit hvað hún syngur enda upplifað tímana tvenna og eiga þessi ráð vel við í hröðu samfélagi nútímans þar sem fólk skýlir sér á bakvið ölkrúsir og snjallsímaskjá.10 skotheld stefnumótaráð frá langömmu þinni1. Finndu manneskju sem er auðmjúk og einlæg. Útlitið og starfstitill skapa ekki gildi manneskju heldur framkoma hennar gagnvart öðrum, veldu maka sem kemur vel fram við þjóna á veitingastöðum, það er slíkir litlir hlutir sem skipta máli í makavali2. Ræktaðu það sem þér þykir skemmtilegt og þá kynnistu fólki tengdu áhugamálinu Það getur verið erfitt að finna maka en þá er líka gott að rækta eigin áhugamál og þá er líklegra að þú finnir annað fólk sem hefur sömu áhugamál og þá strax er komin grundvöllur til frekari kynna3. Ef þú hefur áhuga, sýndu það þá Brostu til viðkomandi, veittu athygli, hlustaðu og biddu viðkomandi um að hitta þig, ekki gera ekki neitt4. Ekki stressa þig á merkimiðum Verið hreinskilin hvort við annað um hvar þið standið gagnvart hvort öðru og hvort þið séuð bara að hitta hvort annað, hitt kemur svo bara, hvort sem það sé facebook status eða heimsókn til tengdó5. Gerðu stefnumótið skemmtilegt Stefnumót þarf ekki að vera á fínum stað eða planað útí ystu æsar heldur þarf það bara að vera skemmtilegt þar sem báðir ná að njóta sín og umfram allt, kynnast6. Fyrsta snerting getur verið sms en næsta skref er að hittast Þú færð miklu betri tilfinningu fyrir fólki þegar þú hittir það í eigin persónu og því er gott að spjallið fari fram í persónu þó stefnumótastaður sé ákveðin rafræntVísir/Getty7. Virkjaðu vini þína Láttu orðið berast að þú sért í makaleit og þar geta vinir verið duglegir að koma með tillögur að vinum og kunningjum sem einnig eru á lausu8. Gefðu sjéns Ekki dæma af útliti einu saman eða facebook síðu heldur hittu manneskjuna og sjáðu hvernig og hvort þið smellið saman9. Stundum þarf að gefa eftir Sambönd snúast um málamiðlanir og það er alltaf gott að hafa í huga að fullkomnun er ekki til, fólk er fólk og það er allskonar10. Að vera samkvæmur sjálfum sér Fólk er ólíkt og hver og einn verður að vera trúr sjálfum sér en ekki þykjast vera einhver sem þú heldur að annarri manneskju líki vel við, þú ert þú og það er bara til eitt eintak af þér og það er besti kosturinn við þig
Heilsa Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira