Innkalla 34 milljónir bíla vegna Takata öryggispúða Finnur Thorlacius skrifar 20. maí 2015 09:41 Innkallanir tvöfölduðust í gær vegna gallans í öryggispúðum frá Takata. Enn fjölgar þeim bílum sem innkallaðir eru vegna galla í öryggispúðum framleiddum af japanska framleiðandanum Takata. Umferðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NHTSA og Takata hafa nú tilkynnt um innköllun 17 milljóna bíla til viðbótar þeim 17 milljónum bíla sem þegar hafa verið innkallaðir. Aldrei fyrr hafa verið innkallaðir svo margir bílar í einu áður. Öryggispúðar frá Takata er að finna í bílum fjölmargra bílaframleiðenda, meðal annars Nissan, Toyota, Honda, Daihatsu, BMW, Ford, Lexus, Mitsubishi og Subaru. Gallinn í öryggispúðum Takata getur orðið til þess að púðarnir springi út án nokkurs fyrirvara. Ástæða þessa er ónóg rakavörn og þar sem raki kemst að púðunum skemmir hann búnaðinn. Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent
Enn fjölgar þeim bílum sem innkallaðir eru vegna galla í öryggispúðum framleiddum af japanska framleiðandanum Takata. Umferðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NHTSA og Takata hafa nú tilkynnt um innköllun 17 milljóna bíla til viðbótar þeim 17 milljónum bíla sem þegar hafa verið innkallaðir. Aldrei fyrr hafa verið innkallaðir svo margir bílar í einu áður. Öryggispúðar frá Takata er að finna í bílum fjölmargra bílaframleiðenda, meðal annars Nissan, Toyota, Honda, Daihatsu, BMW, Ford, Lexus, Mitsubishi og Subaru. Gallinn í öryggispúðum Takata getur orðið til þess að púðarnir springi út án nokkurs fyrirvara. Ástæða þessa er ónóg rakavörn og þar sem raki kemst að púðunum skemmir hann búnaðinn.
Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent