Innkalla 34 milljónir bíla vegna Takata öryggispúða Finnur Thorlacius skrifar 20. maí 2015 09:41 Innkallanir tvöfölduðust í gær vegna gallans í öryggispúðum frá Takata. Enn fjölgar þeim bílum sem innkallaðir eru vegna galla í öryggispúðum framleiddum af japanska framleiðandanum Takata. Umferðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NHTSA og Takata hafa nú tilkynnt um innköllun 17 milljóna bíla til viðbótar þeim 17 milljónum bíla sem þegar hafa verið innkallaðir. Aldrei fyrr hafa verið innkallaðir svo margir bílar í einu áður. Öryggispúðar frá Takata er að finna í bílum fjölmargra bílaframleiðenda, meðal annars Nissan, Toyota, Honda, Daihatsu, BMW, Ford, Lexus, Mitsubishi og Subaru. Gallinn í öryggispúðum Takata getur orðið til þess að púðarnir springi út án nokkurs fyrirvara. Ástæða þessa er ónóg rakavörn og þar sem raki kemst að púðunum skemmir hann búnaðinn. Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent
Enn fjölgar þeim bílum sem innkallaðir eru vegna galla í öryggispúðum framleiddum af japanska framleiðandanum Takata. Umferðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NHTSA og Takata hafa nú tilkynnt um innköllun 17 milljóna bíla til viðbótar þeim 17 milljónum bíla sem þegar hafa verið innkallaðir. Aldrei fyrr hafa verið innkallaðir svo margir bílar í einu áður. Öryggispúðar frá Takata er að finna í bílum fjölmargra bílaframleiðenda, meðal annars Nissan, Toyota, Honda, Daihatsu, BMW, Ford, Lexus, Mitsubishi og Subaru. Gallinn í öryggispúðum Takata getur orðið til þess að púðarnir springi út án nokkurs fyrirvara. Ástæða þessa er ónóg rakavörn og þar sem raki kemst að púðunum skemmir hann búnaðinn.
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent