Fimm af stærstu bönkum heims hafa verið sektaðir um 5,7 milljarða Bandaríkjadala, eða um 760 milljárða króna, fyrir að ólöglega hagræðingu á gjaldeyrismarkaði.
Í frétt BBC segir að fimm bankanna – JPMorgan, Citigroup, Barclays og RBS – hafi ákveðið að játa hegningarlagabrot, en sá fimmti, UBS, játað að hafa haft óeðlileg afskipti af viðmiðunarvöxtum.
Barclays-bankinn var sektaður um heila 2,4 milljarða Bandaríkjadala, þar sem þeir hafi ekki gengið að samningaborðinu með fulltrúum bandarískra, svissneskra og breskra eftirlitsyfirvalda í nóvember, líkt og hinir bankanir fjórir.
Loretta Lynch, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að á nærri hverjum degi á fimm ára tímabili frá árinu 2007 hafi gjaldeyrisbraskarar notast við spjallsvæði til að hafa áhrif á vexti. Segir hún að aðgerðir bankanna hafi skaðað ótal neytendur, fjárfestir og stofnanir víðs vegar um heiminn.
