Nýr vefur Volvo Cars á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 11. maí 2015 10:29 Volvo XC90 jeppinn er að koma til landsins. Nýr vefur Brimborgar fyrir Volvo bíla á Íslandi fór í loftið í vikunni. Vefurinn er með ítarlegum upplýsingum um nýja Volvo bíla ásamt upplýsingum um þjónustu verkstæðis og upplýsingar um vara- og aukahluti. Auk mynda og myndbanda er margvíslegt ítarefni á vefnum og er m.a. fjallað um nýsköpun Volvo, til að mynda sparneytnu Drive-E vélarnar, Sensus snalltæknina og Intellisafe öryggistæknina. Á vefnum er einnig hægt að rifja upp sögufræga bíla og virða fyrir sér bíla framtíðarinnar og nálgast notaða Volvo bíla til sölu. Brimborg tók við umboði Volvo á Íslandi þann 22. júlí, árið 1988. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar er hæstánægður með nýja vefinn. „Með nýjum vef getum við þjónustað viðskiptavini okkar enn betur. Vefurinn er mjög glæsilegur og auðvelt að gleyma sér við að skoða hann. Viðmótið er líka mjög notendavænt þar sem vefurinn aðlagast skjástærð notanda. Þetta er líka frábær tími fyrir nýjan vef þar sem komið er að því að kynna nýja Volvo XC90 sem er flaggskip Volvo.“Nýr Volvo XC90 á leið til landsins Fyrstu Volvo XC90 jepparnir koma til landsins í lok maí og formleg frumsýning verður í byrjum júní. Talsverð eftirvænting hefur verið eftir bílnum enda markar hann stór tímamót hjá Volvo. Með Volvo XC90 kynna hönnuðir Volvo nýtt útlit sem mun einkenna komandi kynslóðir Volvo bíla. Nýr Volvo XC90 er með fullkomnasta öryggisstaðalbúnaðinn á markaðnum og býður upp á eftirterktarverða samsetningu af afli, eyðslu og losun sem ekki hefur verið í boði áður. Volvo hefur einnig gefið upp að innanrými Volvo XC90 sé hannað með meiri lúxus en nokkuð innanrými sem hefur áður verið í boði hjá framleiðandanum. Að sjálfsögðu hvetur Brimborg allt áhugafólk um bíla til að skoða nýja vefinn og fylgjast með fréttum um frumsýningu á nýjum XC90. Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent
Nýr vefur Brimborgar fyrir Volvo bíla á Íslandi fór í loftið í vikunni. Vefurinn er með ítarlegum upplýsingum um nýja Volvo bíla ásamt upplýsingum um þjónustu verkstæðis og upplýsingar um vara- og aukahluti. Auk mynda og myndbanda er margvíslegt ítarefni á vefnum og er m.a. fjallað um nýsköpun Volvo, til að mynda sparneytnu Drive-E vélarnar, Sensus snalltæknina og Intellisafe öryggistæknina. Á vefnum er einnig hægt að rifja upp sögufræga bíla og virða fyrir sér bíla framtíðarinnar og nálgast notaða Volvo bíla til sölu. Brimborg tók við umboði Volvo á Íslandi þann 22. júlí, árið 1988. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar er hæstánægður með nýja vefinn. „Með nýjum vef getum við þjónustað viðskiptavini okkar enn betur. Vefurinn er mjög glæsilegur og auðvelt að gleyma sér við að skoða hann. Viðmótið er líka mjög notendavænt þar sem vefurinn aðlagast skjástærð notanda. Þetta er líka frábær tími fyrir nýjan vef þar sem komið er að því að kynna nýja Volvo XC90 sem er flaggskip Volvo.“Nýr Volvo XC90 á leið til landsins Fyrstu Volvo XC90 jepparnir koma til landsins í lok maí og formleg frumsýning verður í byrjum júní. Talsverð eftirvænting hefur verið eftir bílnum enda markar hann stór tímamót hjá Volvo. Með Volvo XC90 kynna hönnuðir Volvo nýtt útlit sem mun einkenna komandi kynslóðir Volvo bíla. Nýr Volvo XC90 er með fullkomnasta öryggisstaðalbúnaðinn á markaðnum og býður upp á eftirterktarverða samsetningu af afli, eyðslu og losun sem ekki hefur verið í boði áður. Volvo hefur einnig gefið upp að innanrými Volvo XC90 sé hannað með meiri lúxus en nokkuð innanrými sem hefur áður verið í boði hjá framleiðandanum. Að sjálfsögðu hvetur Brimborg allt áhugafólk um bíla til að skoða nýja vefinn og fylgjast með fréttum um frumsýningu á nýjum XC90.
Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent