Jeppar og jepplingar meira en helmingur nýrra bíla í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 11. maí 2015 16:52 Cadillac Escalade er einn þeirra jeppa sem selst vel í Bandaríkjunum um þessar mundir. Í nýliðnum apríl seldust fleiri jeppar og jepplingar en fólksbílar í Bandaríkjunum. Er það í tuttugasta mánuðinn í röð sem jeppar og jepplingar seljast í meira magni en fólksbílar þar. Þessi mikla eftirspurn eftir jeppum og jepplingum hefur orðið til hækkunar verðs á þeim og í ár borga bandarískir kaupendur 9% hærra verð að meðaltali fyrir þá en í fyrra. Sala fólksbíla er svo róleg að víða safnast upp lagerar af þeim, en á meðan rjúka jepparnir og jepplingarnir út. Bandaríkjamenn eru afar sólgnir í bílalán þessa dagana og hefur meðallengd þeirra verið að lengjast mjög undanfarið. Að þessu leiti var sett nýtt met í apríl, því meðallengd lánanna náði 67,8 mánuðum og hefur aldrei verið lengra. Það tekur því að meðaltali ríflega 5 og hálft ár fyrir meðal bandaríkjamanninn að klára að borga af nýjum bíl sínum. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður
Í nýliðnum apríl seldust fleiri jeppar og jepplingar en fólksbílar í Bandaríkjunum. Er það í tuttugasta mánuðinn í röð sem jeppar og jepplingar seljast í meira magni en fólksbílar þar. Þessi mikla eftirspurn eftir jeppum og jepplingum hefur orðið til hækkunar verðs á þeim og í ár borga bandarískir kaupendur 9% hærra verð að meðaltali fyrir þá en í fyrra. Sala fólksbíla er svo róleg að víða safnast upp lagerar af þeim, en á meðan rjúka jepparnir og jepplingarnir út. Bandaríkjamenn eru afar sólgnir í bílalán þessa dagana og hefur meðallengd þeirra verið að lengjast mjög undanfarið. Að þessu leiti var sett nýtt met í apríl, því meðallengd lánanna náði 67,8 mánuðum og hefur aldrei verið lengra. Það tekur því að meðaltali ríflega 5 og hálft ár fyrir meðal bandaríkjamanninn að klára að borga af nýjum bíl sínum.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður