Fullkomin kveðjugjöf Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. maí 2015 06:00 Heimir Óli Heimisson fagnar með stuðningsmönnum Hauka eftir leikinn í gær. vísir/ernir Haukar gáfu Patreki Jóhannessyni, þjálfara sínum, fullkomna kveðjugjöf í gær eftir að liðið tryggði sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins með þriggja marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ, 27-24. Haukar náðu þar með sögulegum árangri með því að vinna alla átta leiki sína í úrslitakeppninni og sópa andstæðingum sínum úr leik á öllum stigum útsláttarkeppninnar – þrátt fyrir að hafa endað í fimmta sæti deildarkeppninnar í vor. „Við settum stefnuna hátt og ég átti alveg von á því að við gætum farið alla leið. En ég átti ekki endilega von á þessu,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í gær. Hann neitar því ekki að það hafi verið afar sætt að vinna titilinn nú eftir að hafa tapað úrslitaeinvíginu gegn ÍBV í fyrra. „Það er frábært og við eigum það líka skilið. Við vorum bestir yfir allt tímabilið í fyrra eins og Valur og Afturelding voru í ár. En nú vinnum við sannfærandi og ég er hrikalega ánægður með það.“ Eftir jafna og spennandi viðureign framan af náðu Haukar að sigla fram úr á hárréttu augnabliki í leiknum, fyrst og fremst með frábærri vörn og góðri markvörslu Giedrius Morkunas. Litháinn hefur verið frábær í úrslitakeppninni og lykilmaður í velgengni Haukanna á síðustu vikum tímabilsins. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, segir að það hafi verið lykilatriði að hafa misst út Jóhann Gunnar Einarsson í meiðsli. Hann hafi í vetur verið besti maður Íslandsmótsins, að mati Einars Andra. „Engu að síður áttum við að geta gert betur en við þurftum að breyta ansi miklu í okkar leik vegna meiðsla Jóhanns Einars. Spennustigið var svo hátt, sérstaklega hjá ungu leikmönnunum okkar sem eru að stíga svo stór skref í fyrsta skipti á ferlinum,“ sagði Einar Andri sem var stoltur af sínu liði og stefnir að því að mæta enn sterkari til leiks á næstu leiktíð. Patrekur stígur þó frá borði nú til að einbeita sér að þjálfun austurríska landsliðsins, líkt og búið var að tilkynna. „Það er draumur fyrir mig persónulega að geta endað dvöl mína í Haukum á þennan hátt. Það er hörkumál að vera með tvö topplið og nú einbeiti ég mér að Austurríki til ársins 2020. Svo stefni ég á að fara til Þýskalands. Það getur verið að ég þjálfi aftur á Íslandi en það verður þó allavega ekki í bráð,“ sagði Patrekur brosandi. Olís-deild karla Tengdar fréttir Einar Pétur í banni á morgun Haukar verða án hornamannsins Einars Péturs Péturssonar í öðrum leiknum gegn Aftureldingu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla. 7. maí 2015 13:31 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppni Olísdeildarinnar og standa uppi sem Íslandsmeistarar í handbolta karla 2015. 11. maí 2015 17:06 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02 Aðeins þrjú lið hafa sópað liðum út úr úrslitaeinvíginu Haukar heimsækja Aftureldingu í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deild karla í handbolta en með sigri verða Haukar Íslandsmeistarar í tíunda skiptið. 11. maí 2015 14:30 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
Haukar gáfu Patreki Jóhannessyni, þjálfara sínum, fullkomna kveðjugjöf í gær eftir að liðið tryggði sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins með þriggja marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ, 27-24. Haukar náðu þar með sögulegum árangri með því að vinna alla átta leiki sína í úrslitakeppninni og sópa andstæðingum sínum úr leik á öllum stigum útsláttarkeppninnar – þrátt fyrir að hafa endað í fimmta sæti deildarkeppninnar í vor. „Við settum stefnuna hátt og ég átti alveg von á því að við gætum farið alla leið. En ég átti ekki endilega von á þessu,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í gær. Hann neitar því ekki að það hafi verið afar sætt að vinna titilinn nú eftir að hafa tapað úrslitaeinvíginu gegn ÍBV í fyrra. „Það er frábært og við eigum það líka skilið. Við vorum bestir yfir allt tímabilið í fyrra eins og Valur og Afturelding voru í ár. En nú vinnum við sannfærandi og ég er hrikalega ánægður með það.“ Eftir jafna og spennandi viðureign framan af náðu Haukar að sigla fram úr á hárréttu augnabliki í leiknum, fyrst og fremst með frábærri vörn og góðri markvörslu Giedrius Morkunas. Litháinn hefur verið frábær í úrslitakeppninni og lykilmaður í velgengni Haukanna á síðustu vikum tímabilsins. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, segir að það hafi verið lykilatriði að hafa misst út Jóhann Gunnar Einarsson í meiðsli. Hann hafi í vetur verið besti maður Íslandsmótsins, að mati Einars Andra. „Engu að síður áttum við að geta gert betur en við þurftum að breyta ansi miklu í okkar leik vegna meiðsla Jóhanns Einars. Spennustigið var svo hátt, sérstaklega hjá ungu leikmönnunum okkar sem eru að stíga svo stór skref í fyrsta skipti á ferlinum,“ sagði Einar Andri sem var stoltur af sínu liði og stefnir að því að mæta enn sterkari til leiks á næstu leiktíð. Patrekur stígur þó frá borði nú til að einbeita sér að þjálfun austurríska landsliðsins, líkt og búið var að tilkynna. „Það er draumur fyrir mig persónulega að geta endað dvöl mína í Haukum á þennan hátt. Það er hörkumál að vera með tvö topplið og nú einbeiti ég mér að Austurríki til ársins 2020. Svo stefni ég á að fara til Þýskalands. Það getur verið að ég þjálfi aftur á Íslandi en það verður þó allavega ekki í bráð,“ sagði Patrekur brosandi.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Einar Pétur í banni á morgun Haukar verða án hornamannsins Einars Péturs Péturssonar í öðrum leiknum gegn Aftureldingu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla. 7. maí 2015 13:31 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppni Olísdeildarinnar og standa uppi sem Íslandsmeistarar í handbolta karla 2015. 11. maí 2015 17:06 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02 Aðeins þrjú lið hafa sópað liðum út úr úrslitaeinvíginu Haukar heimsækja Aftureldingu í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deild karla í handbolta en með sigri verða Haukar Íslandsmeistarar í tíunda skiptið. 11. maí 2015 14:30 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
Einar Pétur í banni á morgun Haukar verða án hornamannsins Einars Péturs Péturssonar í öðrum leiknum gegn Aftureldingu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla. 7. maí 2015 13:31
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppni Olísdeildarinnar og standa uppi sem Íslandsmeistarar í handbolta karla 2015. 11. maí 2015 17:06
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02
Aðeins þrjú lið hafa sópað liðum út úr úrslitaeinvíginu Haukar heimsækja Aftureldingu í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deild karla í handbolta en með sigri verða Haukar Íslandsmeistarar í tíunda skiptið. 11. maí 2015 14:30
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15