"Þetta er besta platan okkar“ Orri Freyr Rúnarsson skrifar 12. maí 2015 13:23 Matt Bellamy er ánægður með væntanlega plötu frá Muse Mynd/Hans Peter Van Velthoven „Þetta er besta platan okkar, við höfum ekki getað sagt það lengi.“ Svona lýsir Matthew Bellamy, söngvari Muse, plötunni Drones sem hljómsveitin sendir frá sér í næsta mánuði. Platan er sú sjöunda í röðinni frá þeim og er væntanleg þann 8. júní næstkomandi en Muse sendu síðast frá sér plötuna The 2nd Law sem kom út 2012. Matt Bellamy sagði einnig að þeir sem ekki hafa hlustað á Muse áður ættu að byrja á plötunni Drones. Þá sagði hann einnig að á plötunni The 2nd Law hefðu þeir verið í talsverðri tilraunastarfsemi og prufað hluti sem teldust vanalega ekki til rokksenunar. Nú hefðu þeir hinsvegar viljað notast við hefðbundnari rokkhljóm. En lögin Psycho og Dead Inside af Drones hafa þegar notið mikilla vinsælda á X977. Söngvarinn hljómsveitarinnar Puddle of Mudd, Wes Scantlin, er nú í vandræðum eftir að hann mætti ekki fyrir rétt nú í vikunni til að svara fyrir undarlega ásakanir. En söngvarinn var handtekinn á flugvellinum í Denver fyrir að hoppa upp á farangursbelti og komast þannig inn á svæði sem almenningur hefur ekki aðgang að. Hægt er að sjá myndband af atburðinum hér. Þar sem að hann mætti ekki fyrir rétt hefur nú verið gefin út handtökuskipun á hendur honum. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Scantlin er handtekinn á flugvelli því aðeins nokkrum dögum eftir atvikið í Denver var hann einnig handtekinn á flugvelli í Milwaukee fyrir ofbeldisfulla hegðun. Þá var Scantlin einnig handtekinn á síðasta ári eftir að hafa sagað niður tré og aðra hluti með keðjusög á lóð nagranna síns. En Scantlin hefur hinsvegar ekki gefið út plötu með hljómsveit sinni Puddle of Mudd síðan árið 2011.Gítarleikari Alice In Chains kemur við sögu á næstu plötu DeftonesMargir aðdáendur Deftones bíða eflaust spenntir eftir væntanlegri plötu frá hljómsveitinni sem kemur út í haust en nú hefur söngvari Deftones, Chino Moreno, staðfest að gítarleikarinn Jerry Cantrell kemur við sögu á þessari plötu. En Cantrell er auðvitað þekktastur fyrir að vera gítarleikari Alice in Chains. Moreno sagði að hann hefði tekið eftir að eitt lag á plötunni bauð upp á gítarsóló í anda Jerry Cantrell og hann hafi því sent honum upptökuna og fengið til baka frábært sóló frá Cantrell. Sagði Moreno vonast til að aðdáendur muni gleðjast þegar að þeir hlusta á lagið sem er hefðbundið Deftones lag en svo allt í einu kemur lítill Alice in Chains kafli sem læðist inn. Sjálfur sagðist Moreno hafa tárast örlítið þegar að hann heyrði sólóið, enda er hann mikill aðdáandi Alice in Chains.Marilyn Manson hefur nú sent frá sér nýtt myndband við lagið The Mephistopheles of Los Angeles en í myndbandinu bregður söngvarinn sér í gervi Mephistopholes, sem er djöfull úr þýskum þjóðsögum. En í myndbandinu sést hann einmitt blessa og skíra fylgjendur sína, en stórleikarinn Michael K Williams, sem hefur gert góða hluti í sjónvarpsþáttunum The Wire og Boardwalk Empire kemur einnig við sögu í þessu myndbandi. Lagið er fjórða smáskífa plötunnar The Pale Empire en gagnrýnendur eru á því að platan sé sú besta í langan tíma frá Marilyn Manson. Hægt er að sjá myndbandið hér neðst í fréttinni sem og á Facebook síðu X977. Harmageddon Mest lesið Líf á jörðinni gæti þurrkast út Harmageddon Hægt að hlusta á væntanlega Alt-J plötu við Skógafoss Harmageddon Íslandsdeild Evrópusambandsins lögð niður Harmageddon Vonarstræti heldur áfram að slá í gegn Harmageddon Kallar stjórnmálamann helvítis kommúnista Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon Sannleikurinn: Íslenskir læknar endast ekkert Harmageddon Segir ekki hugsað um hagsmuni íslensku þjóðarinnar Harmageddon Íslendingurinn sem er að slá í gegn í Dexter Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon
„Þetta er besta platan okkar, við höfum ekki getað sagt það lengi.“ Svona lýsir Matthew Bellamy, söngvari Muse, plötunni Drones sem hljómsveitin sendir frá sér í næsta mánuði. Platan er sú sjöunda í röðinni frá þeim og er væntanleg þann 8. júní næstkomandi en Muse sendu síðast frá sér plötuna The 2nd Law sem kom út 2012. Matt Bellamy sagði einnig að þeir sem ekki hafa hlustað á Muse áður ættu að byrja á plötunni Drones. Þá sagði hann einnig að á plötunni The 2nd Law hefðu þeir verið í talsverðri tilraunastarfsemi og prufað hluti sem teldust vanalega ekki til rokksenunar. Nú hefðu þeir hinsvegar viljað notast við hefðbundnari rokkhljóm. En lögin Psycho og Dead Inside af Drones hafa þegar notið mikilla vinsælda á X977. Söngvarinn hljómsveitarinnar Puddle of Mudd, Wes Scantlin, er nú í vandræðum eftir að hann mætti ekki fyrir rétt nú í vikunni til að svara fyrir undarlega ásakanir. En söngvarinn var handtekinn á flugvellinum í Denver fyrir að hoppa upp á farangursbelti og komast þannig inn á svæði sem almenningur hefur ekki aðgang að. Hægt er að sjá myndband af atburðinum hér. Þar sem að hann mætti ekki fyrir rétt hefur nú verið gefin út handtökuskipun á hendur honum. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Scantlin er handtekinn á flugvelli því aðeins nokkrum dögum eftir atvikið í Denver var hann einnig handtekinn á flugvelli í Milwaukee fyrir ofbeldisfulla hegðun. Þá var Scantlin einnig handtekinn á síðasta ári eftir að hafa sagað niður tré og aðra hluti með keðjusög á lóð nagranna síns. En Scantlin hefur hinsvegar ekki gefið út plötu með hljómsveit sinni Puddle of Mudd síðan árið 2011.Gítarleikari Alice In Chains kemur við sögu á næstu plötu DeftonesMargir aðdáendur Deftones bíða eflaust spenntir eftir væntanlegri plötu frá hljómsveitinni sem kemur út í haust en nú hefur söngvari Deftones, Chino Moreno, staðfest að gítarleikarinn Jerry Cantrell kemur við sögu á þessari plötu. En Cantrell er auðvitað þekktastur fyrir að vera gítarleikari Alice in Chains. Moreno sagði að hann hefði tekið eftir að eitt lag á plötunni bauð upp á gítarsóló í anda Jerry Cantrell og hann hafi því sent honum upptökuna og fengið til baka frábært sóló frá Cantrell. Sagði Moreno vonast til að aðdáendur muni gleðjast þegar að þeir hlusta á lagið sem er hefðbundið Deftones lag en svo allt í einu kemur lítill Alice in Chains kafli sem læðist inn. Sjálfur sagðist Moreno hafa tárast örlítið þegar að hann heyrði sólóið, enda er hann mikill aðdáandi Alice in Chains.Marilyn Manson hefur nú sent frá sér nýtt myndband við lagið The Mephistopheles of Los Angeles en í myndbandinu bregður söngvarinn sér í gervi Mephistopholes, sem er djöfull úr þýskum þjóðsögum. En í myndbandinu sést hann einmitt blessa og skíra fylgjendur sína, en stórleikarinn Michael K Williams, sem hefur gert góða hluti í sjónvarpsþáttunum The Wire og Boardwalk Empire kemur einnig við sögu í þessu myndbandi. Lagið er fjórða smáskífa plötunnar The Pale Empire en gagnrýnendur eru á því að platan sé sú besta í langan tíma frá Marilyn Manson. Hægt er að sjá myndbandið hér neðst í fréttinni sem og á Facebook síðu X977.
Harmageddon Mest lesið Líf á jörðinni gæti þurrkast út Harmageddon Hægt að hlusta á væntanlega Alt-J plötu við Skógafoss Harmageddon Íslandsdeild Evrópusambandsins lögð niður Harmageddon Vonarstræti heldur áfram að slá í gegn Harmageddon Kallar stjórnmálamann helvítis kommúnista Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon Sannleikurinn: Íslenskir læknar endast ekkert Harmageddon Segir ekki hugsað um hagsmuni íslensku þjóðarinnar Harmageddon Íslendingurinn sem er að slá í gegn í Dexter Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon